Málmey
Málmey
Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela.
Málmey


Mámey.
Mörk
Eyja í norðaustanverðum Skagafirði ásamt 1 km verndarjaðri.
Stærð
14,6 km2
Hlutfall lands: 10%
Hlutfall fjöru: 2%
Hlutfall sjávar: 87%
Svæðislýsing
Málmey er hömrum girt og hækkar til norðurs. Eyjan var í byggð fram til 1950. Landnotkun í dag er takmörkuð en lítilsháttar æðardúntekja er í eyjunni og lundaveiði sem telst þó ekki til hefðbundinna hlunninda enda varpið þar tiltölulega nýlegt.
Forsendur fyrir vali
Eyjan er auðug af fuglalífi og telst vera alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð, enda er þar eitt af tíu stærstu lundavörpum landsins. Þar kæpa nú ríflega 90% af útselum Norðvesturlands og 6,5% heildarstofninum. Útsel tók að fækka á Skaga eftir 2005 en þá hóf útsel að fjölga svo um munar í Málmey. Vegna þess hve viðkvæmir útselir eru fyrir truflun, gæti svæðið verið griðland fyrir útseli á Norðvesturlandi.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi (pör) | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Lundi | Varp | 33.450 | 2014 | 2 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Málmey.
Selir
Tegund | Lægsti fjöldi* | Hæsti fjöldi* | Hæsta % af Norðvesturstofni |
Hæsta % af íslenskum stofni |
Núverandi % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|---|
Útselur | 2 (1995) | 159 (2008–2009) | 90,1 (2017) | 7,7 (2008) | 6,5 (2017) |
*Árin 1982–2017 Engir útselskópar voru í Málmey fyrr en 1990 og aðeins örfáir í hverri talningu þar til árið 2005 þegar tók að fjölga þar. |
Ógnir
Lundaveiðar annarra en rétthafa hlunnindanytja virðast fara vaxandi. Útselir eru viðkvæmir fyrir truflun.
Aðgerðir til verndar
Setja þarf markvissari reglur um hlunnindanýtingu, þar með taldar lundaveiðar. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, viðbótartillögur um seli gefnar út 3. desember 2020.