Óseyrar

F2.2

EUNIS-flokkun

A2.12 Estuarine coarse sediment shores.

Óseyrar
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Óseyri fyrir botni Ísafjarðar. – Estuarine coarse sediment shore in the Westfjords.

Óseyrar
Mynd: Gunnhildur I. Georgsdóttir

Óseyri í Fáskrúðsfirði. – Estuarine coarse sediment shore in eastern Iceland.

Lýsing

Setfjörur í næsta nágrenni við ármynni kallast óseyrar og eru þær gjarnan innst í fjörðum og vogum þar sem ár renna í sjó fram. Fjörubeðurinn er yfirleitt úr misgrófu seti og oft liggja stærri steinvölur á víð og dreif um fjöruna. Áin skolar í burtu fínkornóttu efni og það grófara situr eftir. Selta getur haldist nokkru lægri en í strandsjónum fyrir utan. Óseyrar eru yfirleitt heldur líflitlar og þar vaxa engar stórvaxnar plöntur. Þó eru þar marflóartegundir sem þola lága seltu, en þær halda sig einna helst undir steinum. Sums staðar á stærri og stöðugri steinum vex smávaxið bóluþang og hrúðurkarlar. Einstaka sinnum finnst þó mikill kræklingur, hrúðurkarlar og söl á óseyrum og flokkast þær þá sem kræklinga- og sölvaóseyrar.

Fjörubeður

Steinvölur, möl, sandur.

Fuglar

Töluvert af máfum og æðarfuglum nýtir óseyrar til hvíldar og baða. Þær eru lítið nýttar til fæðuöflunar, þó einkum af máfum og tjöldum.

Líkar vistgerðir

Grýttur sandleir.

Útbreiðsla

Dreifðar en í litlu magni um allt land, einkum í fjörðunum vestan- og austanlands.

Verndargildi

Lágt.

Útbreiðslukort óseyrar

Óseyrar eru um 2% (22 km2) af fjörum landsins. – Estuarine coarse sediment shores cover about 2% (22 km2) of the sea shore.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Bóluþang Fucus vesiculosus Marflær Amphipoda
    Hrúðurkarl Semibalanus balanoides

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, óseyrar

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá