Sagþangsfjörur
Sagþangsfjörur
V1.34
EUNIS-flokkun
A1.31 Fucoids on sheltered marine shores.
Sagþangsfjörur

Sagþang á Reykjanesi. – Fucus serratus on a sheltered marine shore in southwestern Iceland.

Sagþangsfjara í Vestmanneyjum. – Fucus serratus on a sheltered marine shore in Vestmannaeyjar islands.
Lýsing
Sagþang þekur meira en þriðjunginn af fjörubeðinum en innan um er reytingur af klóþangi. Sagþangsfjörur eru sérstakt afbrigði af klóþangsfjörum; sagþang vex yfirleitt í láréttu belti í neðsta hluta fjörunnar, svipað og skúfþang, en við ákveðnar aðstæður þekur það nánast alla fjöruna. Lífríki sagþangsfjara er sennilega með fjölbreyttara móti og margar tegundir smávaxinna þörunga eru áberandi neðst í fjörunni. Sagþang þrífst best í skjóli og á fremur stöðugu undirlagi. Það er ágeng tegund, sem hefur líklega borist til landsins af mannavöldum (Coyer o.fl. 2006, Karl Gunnarsson o.fl. 2015). Fyrstu skráðar heimildir um það á Íslandi eru frá aldamótunum 1900 (Helgi Jónsson 1903). Undanfarna áratugi hefur sagþangið færst allverulega í aukana í fjörum suðvestanlands.
Fjörubeður
Klappir, stórgrýti, hnullungar.
Fuglar
Fuglalíf ekki kannað, líkist sennilega því sem er að finna í klóþangsfjörum.
Líkar vistgerðir
Klóþangsfjörur, bóluþangsfjörur og skúfþangsfjörur.
Útbreiðsla
Útbreiðsla sagþangs nær frá Vestmannaeyjum yfir í Hvalfjörð. Tegundin er mjög áberandi á vesturströnd Reykjaness þar sem hún vex í mjög breiðu belti neðarlega í fjörunni.
Verndargildi
Hátt.

Þekkt útbreiðsla sagþangsfjara er minni en 0,1% (0,3 km2) af fjörum landsins. – Sheltered marine shores, dominated by Fucus serratus, cover less than 0.1% (0.3 km2) of the sea-shore.
Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Sagþang | Fucus serratus | Hrúðurkarl | Semibalanus balanoides |
Klóþang | Ascophyllum nodosum | Kræklingur | Mytilus edulis |
Sjóarkræða | Mastocarpus stellatus | Nákuðungur | Nucella lapillus |
Söl | Palmaria palmata | Mosadýrategund | Electra pilosa |
Steinskúfur | Cladophora rupestris | Mosadýrategund | Flustrellidra hispida |
Purpurahimna | Porphyra umbilicalis | Hveldýrategund | Dynamena pumila |
Hrossaþari | Laminaria digitata | Hveldýrategund | Laomedea flexuosa |
Snúðormategund | Spirorbis spp. |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).
Heimildir
Coyer, J.A., Hoarau, G., Skage, M., Stam, W.T. og Olsen, J.L. 2006. Origin of Fucus serratus (Heterokontophyta; Fucaceae) populations in Iceland and the Faroes: a microsatellite-based assessment. Eur. J. Phycol., 41(2): 235-246.
Helgi Jónsson 1903. The marine algae of Iceland. Phaeophyceae. Botanisk Tidsskrift 25. 141-195.
Karl Gunnarsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Óskar Sindri Gíslason 2015. Framandi sjávarlífverur við Ísland. Náttúrufræðingurinn 85(1/2): 4-14.