Skeraleirur
Skeraleirur
F2.33
EUNIS-flokkun
A2.322 Hediste diversicolor in littoral mud.
Skeraleirur

Skeraleira í Álftafirði á Suðausturlandi. – Hediste littoral mud in southeastern Iceland.

Skeraleira í Skarðsfirði. – Hediste littoral mud in southeastern Iceland.
Lýsing
Gróðurvana leirur með fremur fínkornóttu seti og seltulitlum sjó. Einkennistegund er leiruskeri sem grefur sig niður í setið og er oft í miklu magni. Sandmaðkur getur einnig verið algengur (Agnar Ingólfsson 2006) en að öðru leyti er dýralíf fremur fábreytt. Skeraleirur eru oft við óseyrar og ofan við sandmaðksleirur.
Fjörubeður
Sandur (fínn), leir.
Fuglar
Mikilvægt fæðusvæði hettumáfs og vaðfugla, einkum jaðrakans, stelks, lóuþræls, sandlóu og tjalds.
Líkar vistgerðir
Útbreiðsla
Einkum við Faxaflóa, á sunnanverðum Vestfjörðum og á Suðausturlandi.
Verndargildi
Mjög hátt.

Þekktar skeraleirur eru um 12% (124 km2) af fjörum landsins. – Littoral muds, dominated by Hediste diversicolor, cover about 12% (124 km2) of the shores of Iceland.
Áberandi dýr – Conspicuous animals | |
---|---|
Leiruskeri | Hediste diversicolor |
Sandmaðkur | Arenicola marina |
Sandskel | Mya arenaria |
Lónaþreifill | Pygospio elegans |
Burstaormar | Polychaeta |
Ánar | Oligochaeta |
Marflær | Amphipoda |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).
Heimildir
Agnar Ingólfsson 2006. The intertidal seashore of Iceland and its animal communities. Zoology of Iceland Vol I, part 7. 85 pp.