Skógvist

Tímamörk

Rannsóknir fóru fram 2001, 2002 og 2015.

Samstarfsaðilar

Landbúnaðarháskóli Íslands og Skógrækt ríkisins.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að kanna breytingar sem verða á lífríki, kolefnishringrás og jarðvegsþáttum mólendis við skógrækt og þegar birkiskógur vex upp. Rannsökuð eru áhrif skógræktar á fimm lífveruhópa: jarðvegsdýr, hryggleysingja á yfirborði, sveppi, plöntur og varpfugla. Rannsóknirnar fara fram á Fljótsdalshéraði á Austurlandi og í Skorradal og Norðurárdal á Vesturlandi. Mælingar eru í misgömlum lerki-, stafafuru-, sitkagreni- og birkiskógum. Beitt mólendi er haft til samanburðar. Þannig er mögulegt að kanna framvindu lífríkis eftir aldri skóganna og hvort hún er mismunandi eftir trjátegundum. Auk þess hafa niðurstöðurnar verið nýttar til að kanna áhrif eldgoss á jarðveg og gróðurfar. Rannsóknir á breytingum á gróðurfari og dýralífi hafa m.a. verið unnar af starfsmönnum Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Nánari upplýsingar

Áhrif mannsins

Niðurstöður

Dæmi um greinar sem gefnar hafa verið út:

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Ásrún Elmarsdóttir, Járngerður Grétarsdóttir og Bjarni Diðrik Sigurðsson 2017. Áhrif Holuhraunsgossins á gróður á Fljótsdalshéraði. Í: Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu, ritstjórar Bjarni Diðrik Sigurðsson og Gerður Stefánsdóttir. Rit LbhÍ nr. 83, bls. 87-91.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Gunnhildur E. Gunnarsdóttir, Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon & Edda S. Oddsdóttir 2017. Mælingar á sýrustigi jarðvegs í mólendi og skógum á Fljótsdalshéraði fyrir og eftir Holuhraunsgosið. Í: Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu, ritstjórar Bjarni Diðrik Sigurðsson og Gerður Stefánsdóttir. Rit LbhÍ nr. 83, bls. 92-95.

Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni D. Sigurðsson, Edda Sigurdís Oddsdóttir,  Arne Fjellberg, Bjarni E. Guðleifsson, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, María Ingimarsdóttir og Ólafur K. Nielsen 2011. Áhrif skógræktar á tegundaauðgi. Náttúrufræðingurinn, 81(2): 69-81.

Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni D. Sigurðsson, Edda Sigurdís Oddsdóttir,  Arne Fjellberg, Bjarni E. Guðleifsson, Borgþór Magnússon, Erling Ólafsson, Guðmundur Halldórsson, Guðmundur A. Guðmundsson, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson, María Ingimarsdóttir og Ólafur K. Nielsen 2010. Áhrif skógræktar á tegundafjölda planta, dýra og sveppa. Niðurstöður SKÓGVISTAR-verkefnisins (pdf). Fræðaþing landbúnaðarins 2010, bls. 253-265.

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, 2008. Líffræðilegur fjölbreytileiki í kjölfar skógræktar. Ársskýrsla 2007, Skógræktar ríkisins; 28-31.

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Arne Fjellberg, Ásrún Elmarsdóttir og Guðmundur Halldórsson, 2008. Áhrif skógræktar með mismunandi trjátegundum á tíðni og fjölbreytileika mordýra (Collembola) (pdf). Fræðaþing Landbúnaðarins 2008; 103-110.

Edda Sigurdís Oddsdóttir, Auður Sveinsdóttir, Ásrún Elmarsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Jón Geir Pétursson, Ólafur Eggertsson og Guðmundur Halldórsson, 2008. AFFORNORD – áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og byggðaþróun (pdf). Fræðaþing Landbúnaðarins 2008; 409-412.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Ásrún Elmarsdóttir, Brynhildur Bjarnadóttir og Borgþór Magnússon, 2008. Mælingar á kolefnisbindingu mismunandi skógargerða (pdf). Fræðaþing landbúnaðarins 2008; 301-308.

Harald Sverdrup, Salim Belyzaid, Ásrún Elmarsdóttir, Borgþór Magnússon og Bjarni D. Sigurðsson, 2008.  Modelling ground vegetation changes. In : Affornord. Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. TemaNord 2008: 562, p. 49-55.

Proceedings of the Affornord conference 2007: Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development. Kaupmannahöfn, Nordic Council of Ministers. TemaNord 508. 

Bjarni Diðrik Sigurðsson og Ásrún Elmarsdóttir, 2006. Áhrif skógræktar á lífríki og jarðveg. Í: Skógarbók. Grænni skóga. Alhliða upplýsingarit um skógrækt á Íslandi. Guðmundur Halldórsson (ritstj.). Landbúnaðarháskóli Íslands 2006, bls. 111-115.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, Ásrún Elmarsdóttir og Borgþór Magnússon. 2005. Áhrif skógræktar á sýrustig jarðvegs og gróðurfar. Fræðaþing landbúnaðarins 2005; 303-306.

Bjarni D. Sigurdsson, Borgthor Magnusson, Asrun Elmarsdottir & Brynhildur Bjarnadottir 2005. Biomass and composition of understory vegetation and the forest floor carbon stock across Siberian larch and mountain birch chronosequences in Iceland. Annals of Forest Science 62. 881–888.

Ólafur K. Nielsen 2003. SKÓGVIST: Mófuglar og skógarfuglar á Héraði 2002 (pdf). NI-03010. Náttúrufræðistofnun Íslands, Reykjavík. 21 bls.

Tengiliður

Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur.