Sogið–Þingvallavatn

VOT-S 6

Sogið-Þingvallavatn á Íslandskorti

Hnit – Coordinates: N64,05815, V20,98239
Sveitarfélag – Municipality: Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Ölfus
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B2
Stærð svæðis – Area: um 11.500 ha

Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi (83,7 km2) og er mesta dýpi þessi 114 m. Sogið er 19 km löng lindá sem fellur úr Þingvallavatni og sameinast Hvítá við austanvert Ingólfsfjall. Talsvert fuglalíf er á þessu svæði árið um kring (Kjartan G. Magnússon 1992, Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002). Það telst alþjóðlega mikilvægt fyrir himbrima, húsönd og gulönd. Margir tugir himbrima og allt að 200 hafa sést þar á haustin. Einnig eru á þessu svæði hátt í 10 himbrimaóðul. Húsendur sjást þarna árið um kring, en þó einkum á vetrum, 75 fuglar að meðaltali undanfarin ár, og ríflega 20 gulendur.

Þingvallavatn er að hluta til innan Þingvallaþjóðgarðs og Sogið ásamt nokkru svæði umhverfis er á náttúruminjaskrá sem og á IBA-skrá.

Þingvallavatn, Sog og Álftavatn
Mynd: Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Þingvallavatn, Sog og Álftavatn.

Helstu fuglategundir við Sogið og Þingvallavatn – Key bird species by river Sogið and lake Þingvallavatn*

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Himbrimi Gavia immer Varp–Breeding **10 2016 2,0 B2
Himbrimi Gavia immer Far–Passage 80 2013 10,7 A4i, B1i, B2
Húsönd1 Bucephala islandica Vetur–Winter 75 2005–2014 3,8 A4i, B1i
Gulönd1 Mergus merganser Vetur–Winter 22 2005–2014 2,4 B1i
*Byggt á Náttúrufræðistofnun, óbirt gögn. – From IINH, unpublished data.
**
Þekkt óðul. – Known territories.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, vetrarfuglatalningar. – IINH, mid-winter counts.

English summary

Lake Þingvallavatn and its outlet river Sog, S-Iceland, are internationally important staging sites for Gavia immer (80 birds in 2013; up to 200 have been observed) as well as wintering sites for Bucephala islandica (75 birds) and Mergus merganser (22 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Kjartan G. Magnússon 1992. Birds of the Thingvallavatn area. Oikos 64: 381–395.

Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002. Fuglar og spendýr á vatnasviði Þingvallavatns. Í Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, ritstj. Þingvallavatn: undraheimur í mótun, bls. 97–187. Mál og Menning: Reykjavík.