Kerlingarfjöll
Kerlingarfjöll
Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.
Kerlingarfjöll


Úr Kerlingarfjöllum.
Mörk
Svæðið afmarkast fyrst og fremst af fjallabálki þar sem víða er jarðhiti við yfirborð. Að norðan afmarkast svæðið við Hveradalshnúk og nær suður undir Kerlingardal og Gylfa. Að vestan nær svæðið að Kerlingartindi og þaðan austur fyrir Efri-Kisubotna.
Stærð
68,4 km2
Hlutfall lands: 100%
Svæðislýsing
Hálendur fjallaklasi með litríkum líparíttindum, jarðhita og stórbrotnu landslagi. Kerlingarfjöll er vinsælt útivistarsvæði og eru gönguleiðir víða um svæðið og að jarðhitasvæðum. Ferðaþjónusta er rekin í Ásgarði þar sem heitar uppsprettur eru nýttar til upphitunar á húsakynnum og til baða.
Forsendur fyrir vali
Fjallahveravist og hveraleirsvist einkenna jarðhitasvæðin. Gróður á svæðinu er strjáll en þar sem raka gætir í hvilftum og kvosum þrífast rakasæknar mosa- og æðplöntutegundir. Í volgum lækjum vex laugasef og jarðhitamosinn laugaslyðra sést víða í þéttum breiðum. Jarðhitalækir sem renna frá hverasvæðum eru blandaðir snjó- og jökulbráð.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Land | Fjallahveravist | 0,01 | 6 |
Ferskvatn | Jarðhitalækir |
Ógnir
Vaxandi umferð ferðamanna er ein helsta ógn jarðhitasvæðisins og þess gróðurs sem þar vex. Jarðhitavirkjanir til raforkuframleiðslu.
Aðgerðir til verndar
Unnið hefur verið að friðlýsingu svæðisins undanfarin misseri. Takmarka og stýra umferð gangandi fólks. Vernda svæðið gegn jarðhitanýtingu til raforkuframleiðslu.
Núverandi vernd
Friðlýst svæði | Flokkur friðlýsingar |
---|---|
Kerlingarfjöll | Landslagsverndarsvæði |
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 14. maí 2018, 7. mars 2019, 26. maí 2020.