Miklumýrar
Miklumýrar
Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.
Miklumýrar


Miklumýrar.
Mörk
Votlendissvæði á Hrunamannaafrétti vestan við Leppistungur og suðvestan Kerlingarfjalla. Norðausturmörk eru á Kerlingarflötum en suðvesturmörk á móts við Mosöldu. Norðvesturmörk fylgja brekkurótum Búðarháls, Innra- og Fremra-Búðarfjalls, suðausturmörk Kerlingaröldu og Kerlingará/Sandá.
Stærð
35,7 km2
Hlutfall lands: 98%
Hlutfall fersks vatns: 2%
Svæðislýsing
Miklumýrar liggja í tæplega 500 m hæð yfir sjó, í hallalitlu dalverpi milli lágra alda og fjallshryggja að norðvestan og suðaustan. Eins og aðrar rimamýrar einkennast þær af áberandi mynstri langra rima (þúfnagarða) og forblautra flóalægða og smátjarna á milli sem liggja þvert á eða í lítilsháttar sveig undan landhalla. Á rimum vex mó- og deiglendisgróður en flóagróður í lægðum. Eftir mýrunum bugðast tveir lækir, Litli-Lækur og Stóri-Lækur. Þeir sameinast í Miklumýrarlæk sem fellur í Sandá á móts við Stóramel. Miklumýrar eru ósnortnar af framkvæmdum, vegslóði liggur um nyrsta hluta svæðisins, sunnan Kerlingarflata. Sauðfé gengur til beitar á Miklumýrum að sumrinu eins og á stærstum hluta Hrunamannaafréttar.
Forsendur fyrir vali
Með víðáttumestu rimamýrum á landinu, sjaldgæf vistgerð með mjög hátt verndargildi. Mýrarnar eru mjög víðáttumiklar og nánast samfelldar og eru þær með stærstu mýrum á miðhálendi landsins. Mýrarnar eru fremur frjósamar og fuglalíf er allríkulegt
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Land | Rimamýravist | 9,88 | 20 |
Ógnir
Litlar, umferð farartækja og hestamanna við austurjaðar svæðisins.
Aðgerðir til verndar
Setja skorður við umferð um svæðið. Tryggja óbreytt vatnsrennsli um vatnasviðið.
Núverandi vernd
Engin.
Kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018.