Sogið–Þingvallavatn
Sogið–Þingvallavatn
Svæðið er tilnefnt vegna fugla.
Sogið–Þingvallavatn


Sogið og Þingvallavatn.
Mörk
Þingvallavatn og Sog að ármótum þess við Hvítá í suðri, ásamt 100 m verndarjaðri meðfram bökkum.
Stærð
97,6 km2
Hlutfall lands: 7%
Hlutfall fersks vatns: 93%
Svæðislýsing
Þingvallavatn er stærsta stöðuvatn á Íslandi og er grunnvatn megnið af innstreyminu þangað vatns grunnvatn en stærsta áin sem rennur í vatnið það er Öxará. Sogið er mesta lindá landsins og á upptök sín í Þingvallavatni og sameinast Hvítá við austanvert Ingólfsfjall. Í vatninu er gróskumikið og sérstætt lífríki og má þar helst nefna fjögur bleikjuafbrigði sem hafa þróast og aðlagast mismunandi búsvæðum og fæðu. Þá hafa fundist í lindum við vatnið tvær tegundir marflóa sem þekkjast ekki utan Íslands. Urriði er einnig í vatninu og lax í Soginu. Birkiskógur og misvel gróin hraun eru einkennandi fyrir næsta nágrenni. Frístundabyggð, ásamt tilheyrandi útivist og mikil önnur ferðamennska. Búfjárbeit er á svæðinu og stang- og netaveiði.
Forsendur fyrir vali
Alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir himbrima (varp og viðkomustaður á haustin). Einnig húsönd og gulönd á vetrum.
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Himbrimi | Varp | *10 | 2016 | 2 |
Himbrimi | Far | 80 | 2013 | 11 |
Húsönd | Vetur | 75 | 2005–2014 | 4 |
Gulönd | Vetur | 22 | 2005–2014 | 2 |
*Þekkt óðul |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Sogið–Þingvallavatn.
Ógnir
Mikil og vaxandi frístundabyggð, víða of nærri ár- og vatnsbökkum og lífræn mengun sem henni fylgir. Virkjun Sogsins og breytingar á vatnsborði Þingvallavatns, auk frárennslis frá Nesjavallavirkjun. Ágengar tegundir, lax- og silungsveiðar, ferðamennska, vegagerð og umferð á vegum.
Aðgerðir til verndar
Hluti svæðisins er innan Þingvallaþjóðgarðs. Setja skorður við byggingum innan verndarjaðars og draga úr lífrænni mengun. Setja skorður við umferð farartækja á og við vatnið og beina veiðimönnum frá viðkvæmum fuglasvæðum.
Núverandi vernd
Friðlýst svæði | Flokkur friðlýsingar |
---|---|
Þingvellir | Þjóðgarður |
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Þingvellir og Þingvallavatn | 743 |
Alviðra og Sog | 747 |
Kortasjá
Sogið–Þingvallavatn í kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.