Suðurlandsundirlendi

VOT-S 3

Hnit – Coordinates: N63,91672, V20,63523
Sveitarfélag – Municipality: Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóahreppur, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hrunamannahreppur, Hveragerðisbær, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Árborg, Ölfus
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: um 340.000 ha

Suðurlandsundirlendi, frá Markarfljóti vestur að Hellisheiði er afar gróskumikið og fjölbreytt, þrátt fyrir að mest öllu votlendi hafi verið spillt með framræslu (Þóra Ellen Þórhallsdóttir o.fl. 1998). Á svæðinu er mikið fuglalíf (Einar Ó. Þorleifsson 1995, 1998), m.a. afar þétt varp ýmissa vaðfugla eins og spóa, jaðrakans, stelks og tjalds (Lilja Jóhannesdóttir o.fl. 2014). Farfuglar dvelja þar hópum saman vor og haust og eins er töluvert fuglalíf á vetrum við auðar ár og vötn og hin síðari ár á kornökrum. Suðurlandsundirlendið hefur alþjóðlega þýðingu sem varpland fyrir himbrima (11 óðul), álft (gróflega áætlað um 400 pör) og skúm (178 pör) og á fartíma fyrir álft (11.052 fuglar) heiðagæs (25.000 fuglar), blesgæs (6.158 fuglar) og grágæs (40.234 fuglar).

Fjallað er sérstaklega um þrjú svæði á Suðurlandsundirlendi: Ölfusforir, Þingvallavatn–Sog og Laugar­vatn–Apavatn–Brúará.

Alls eru um 20 svæði á Suðurlandsundirlendi á náttúruminjaskrá vegna votlendis eða fuglalífs, en aðeins tvö þeirra eru friðuð, Oddaflóð á Rangárvöllum og Pollengi og Tunguey í Biskupstungnahreppi sem voru lýst friðlönd árið 1994. Þessi svæði, ásamt fjórum öðrum, sem einnig eru á náttúruminjaskrá, eru að hluta til eða öllu leyti einnig á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á Suðurlandsundirlendi – Key bird species at Suðurlandsundirlendi

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding *70 2016 4,7  
Himbrimi1 Gavia immer Varp–Breeding **11 2016 2,2 B2
Flórgoði2 Podiceps auritus Varp–Breeding *11 2004 1,6  
Álft3 Cygnus cygnus Varp–Breeding *400 2016 3,5 B1i
Álft1 Cygnus cygnus Far–Passage 11.052 2013 35,7 A4i, B1i
Heiðagæs4 Anser brachyrhynchus Far–Passage 25.000 2012 7,0 A4i, A4iii, B1i
Blesgæs1 Anser albifrons flavirostris Far–Passage 6.158 2012 28,0 B1i
Grágæs1 Anser anser Far–Passage 40.234 2013 40,2 A4i, B1i
Toppönd3 Mergus serrator Varp–Breeding 300 2016 10,0  
Skúmur5 Catharacta skua Varp–Breeding *178 1985 1,0 A4ii, B1ii
Alls–Total***     82.444     A4iii
*Pör. – Pairs.
**Þekkt óðul. – Known territories.
***Fargestir. – Passage migrants only.
1Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
2Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35.
3Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat. – IINH, rough estimate.
4Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands
5Lund-Hansen, L.C. og P. Lange 1991. The numbers and distribution of the Great Skua Stercorarius skua breeding in Iceland 1984–1985. Acta Naturalia Islandica 34: 1–16.

English summary

The lowlands of S-Iceland are largely covered by partly drained meadows and flood­plains. This area is internationally important for breeding Catharacta skua (178 pairs), Cygnus cygnus (approx. 400 pairs) and Gavia immer (11 territories) and on passage for Cygnus cygnus (11,052 birds), Anser brachyrhynchus (25,000 birds), Anser albifrons flavirostris (6,158 birds) and Anser anser (40,234 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Einar Ó. Þorleifsson 1995. Útbreiðsla og fjöldi nokkurra votlendisfugla á Suðurlandsundirlendi ásamt votlendisskrá. BS-ritgerð við Háskóla Íslands, Reykjavík.

Einar Ólafur Þorleifsson 1998. Áhrif framræslu á votlendisfugla á Suðurlandi. Í Jón S. Ólafsson, ritstj. Íslensk votlendi: verndun og nýting, bls. 173‒182. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Lilja Jóhannesdottir, Ólafur Arnalds, S. Brink og Tómas G. Gunnarsson 2014. Identifying important bird habitats in a sub-arctic area undergoing rapid land-use change. Bird Study 61: 544–552.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Jóhann Þórsson, Svafa Sigurðardóttir, Kristín Svavarsdóttir og Magnús H. Jóhannsson 1998. Röskun votlendis á Suðurlandi. Í Jón S. Ólafsson, ritstj. Íslensk votlendi: verndun og nýting, bls. 131‒142. Reykjavík: Háskólaútgáfan.