Þungmálmar í mosa

Tímamörk

Langtímaverkefni sem mörg Evrópuríki taka þátt í. Ísland hefur tekið þátt á fimm ára fresti frá árinu 1990.

Styrkir

Norræna ráðherranefndin, umhverfis- og auðlindaráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Umhverfisstofnun, stóriðjufyrirtæki.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Í Evrópu hefur um árabil farið fram vöktun á magni þungmálma í mosum með það að markmiði að fylgjast með mengun í andrúmslofti. Mosa hefur verið safnað á fimm ára fresti og hann efnagreindur. Vöktunin byggist á því að mosar, einkum þeir sem mynda breiður, fá mestan hluta næringar sinnar með úrkomu og ryki sem á þá fellur. Málmarnir safnast fyrir í mosanum og því endurspeglar magn þeirra hreinleika þess andrúmslofts sem um mosann hefur leikið.

Á Íslandi hefur tildurmosa (Hylocomium splendens) verið safnað víðs vegar um land, sérstaklega í nágrenni stóriðju, og frumefni verið greind. Tildurmosi er heppilegur til mælinga á þungmálmum því hann er algeng mosategund hér á landi, vex víða í breiðum og myndar afmarkaða árssprota.

Með þessum rannsóknum fæst yfirlit yfir dreifingu þungmálma á landinu og hvort breytingar hafa orðið með tíma. Auk þess fæst mikilvægur samanburður við önnur Evrópulönd á þungmálmamengun í andrúmslofti. Vöktun á þungmálmum í mosa er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að iðnaður fer nú vaxandi hér á landi auk þess sem alltaf má búast við að eldvirkni geti haft veruleg áhrif á magn sumra efna í andrúmslofti og þar með á lífríki Íslands.

Nánari upplýsingar

Mosar
Áhrif mannsins

Samantekt niðurstaðna

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í skýrslum bæði á ensku og íslensku fyrir álverin í Straumsvík og í Reyðarfirði. Auk þess hafa þær verið kynntar á opinberum fyrirlestrum.

Fréttir og fyrirlestrar

Mosaskemmdir við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði (NÍ-frétt 6.11.2014)

Sigurður H. Magnússon: Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990–2010: áhrif iðjuvera (fyrirlestur á Hrafnaþingi 16.10.20103)

Kadmíum í mosa á Íslandi (NÍ-frétt 6.1.2012)

Skýrslur

Sigurður H. Magnússon 2014. Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 (pdf, 2 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14001. Unnið fyrir Hafnafjarðarbæ. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2013. Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990–2010: áhrif iðjuvera (pdf, 17,8 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ágústa Helgadóttir, Ásta Eyþórsdóttir og Sigurður H. Magnússon 2013. Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun (pdf, 7,7 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13007. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2002. Þungmálmar í mosa í nágrenni álversins í Straumsvík árið 2000 (pdf 1MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-02010. Unnið fyrir Íslenska álfélagið. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2002. Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 (pdf 4MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-02011. Unnið fyrir Reyðarál hf. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Sigurður H. Magnússon, gróðurvistfræðingur