Vöktun arnarstofnsins

Tímamörk

Langtímaverkefni. Talning hófst árið 1920.

Samstarfsaðilar

Náttúrustofa Vesturlands, Náttúrustofa Vestfjarða, Náttúrustofa Suðvesturlands og áhugamenn.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið vöktunarinnar er að fylgjast með breytingum á stofnstærð, afkomu og útbreiðslu arnarins. Fylgst hefur verið með arnarstofninum og hann vaktaður um margra áratuga skeið. Vöxtur hans og þróun er betur þekkt en hjá nokkurri annarri fuglategund hér á landi. Staðbundin pör eru talin snemma vors og viðkoma metin miðsumars.

Um 70 arnarpör eru í landinu, auk ungfugla, og hafa ekki verið fleiri síðan þeir voru friðaðir árið 1914. Einungis þriðjungur þekktra arnarsetra er í ábúð og er útbreiðslan takmörkuð við vestanvert landið.

Nánari upplýsingar

Fuglar

Samantekt niðurstaðna

Tíðindalítið af arnarvarpstöðvum (NÍ-frétt 29.8.2016)

Arnarvarp fer vel af stað en horfur tvísýnar (NÍ-frétt 29.5.2015)

Kristinn Haukur Skarphéðinsson: Hundrað ára friðun arnarins (fyrirlestur á Hrafnaþingi 29.1.2014)

Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2014. Öld frá friðun arnarins. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2013, bls. 33. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Arnarstofninn 2012 (NÍ-frétt 27.7.2012)

Arnarstofninn 2011 (NÍ-frétt 26.8.2011)

Arnarstofninn 2009 (NÍ-frétt 21.8.2009)

Arnarstofninn 2008 (NÍ-frétt 9.6.2008)

Arnarstofninn 2007 (NÍ-frétt 7.5.2007)

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur.