Vöktun bjargfugla

Tímamörk

Langtímaverkefni, hófst 2006.

Samstarfsaðilar

Háskóli Íslands og Hafrannsóknastofnun.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Vegna mikilvægis sjófugla í íslensku vistkerfi og alþjóðlegs mikilvægis Íslands sem varpstaðar er brýnt að fylgst sé náið með fjölda þeirra hér á landi. Vegna staðsetningar landsins og öflugra sjávarrannsókna á íslenskum hafsvæðum getur Ísland gegnt lykilhlutverki í rannsóknum á hugsanlegum stofnbreytingum sjófugla af völdum loftslagsbreytinga. Miklar breytingar hafa orðið á afkomu bjargfuglastofna við Norður-Atlantshaf undanfarna áratugi og meiri breytingum er spáð vegna áhrifa loftslagsbreytinga á fæðuskilyrði.

Nánari upplýsingar

Fuglar

Samantekt niðurstaðna

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Umhverfisráðuneytið 2011. Starfshópur um verndun og endurreisn svartfuglastofna: greinargerð og tillögur starfshópsins. Reykjavík: umhverfisráðuneytið.

Arnþór Garðarsson 2006. Nýlegar breytingar á fjölda íslenskra bjargfugla. Bliki 27: 13–22

Tengiliður

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur