Vöktun fálka
Vöktun fálka
Tímamörk
Langtímaverkefni
Um verkefnið – Markmið og verkþættir
Talið er að allt að fjórðungur af Evrópustofni fálka (Falco rusticolus) verpi á Íslandi. Íslenski fálkastofninn er lítill og viðkvæmur og talinn vera um 400 pör í bestu árum. Fálki nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Megin markmið verkefnisins er að fylgjast með stofnbreytingum fálka þannig að á hverjum tíma séu upplýsingar um þróun stofnsins. Einnig að rannsaka stofn- og atferlissvörun fálka við 10 ára stofnsveiflu rjúpunnar.
Innan langtímaverkefnisins er sérverkefnið Stofnerfðafræði fálkans.
Nánari upplýsingar
Samantekt niðurstaðna
Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd (Hrafnaþing 20.1.2016)
Ólafur K. Nielsen 2013. Áhrif rjúpunnar á stofnstærð og viðkomu fálka. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2012, bls. 22–24. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.
Ólafur K. Nielsen 2011. Gyrfalcon Population and Reproduction in Relation to Rock Ptarmigan Numbers in Iceland (pdf). Í Watson, R.T., T.J. Cade, M. Fuller, G. Hund og E. Potapov, ritstj. Gyrfalcons and Ptarmigan in a Changing World, Volume II. Boise, Idaho: The Peregrine Fund.
Litamerktir fálkar (NÍ-frétt 19.4.2013)
Fálkatalning 2011 (NÍ-frétt 12.8.2011)
Tengiliður
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur