Vöktun helsingja

Tímamörk

Rannsóknaverkefni 2009, 2019, 2020–2026

Samstarfsaðilar

Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Norðvesturlands, Náttúrustofa Suðausturlands, Náttúrustofa Austurlands og Verkís.

Styrkir

Fyrsta talning 2009 var unnin fyrir Landsvirkjun (LV-2012/045) og Orkusöluna ehf (ORK 1204); talning 2019 var styrkt af Vinum Vatnajökuls.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Vorið 2009 kannaði Náttúrufræðistofnun Íslands helsingjavarp við Hólmsá í Vestur-Skaftafellssýslu að beiðni Landsvirkjunar Power og Rarik í tengslum við mat á umhverfisáhrifum Hólmsárvirkjunar. Orkusalan ehf. tók síðan yfir hlut Rarik í verkefninu.

Helsingjar voru farnir að verpa við Hólmsá árið 1999 (sjá Vistgerðir á fjórum hálendissvæðum) en voru settir á Válista 2000 vegna þess hve varpstofninn var fáliðaður hér á landi. Árið 1999 var veiðitími á helsingjum styttur í Skaftafellssýslum og veiði leyfð frá 25. september í stað 1. september.

Vegna hraðrar fjölgunar í varpstofni helsingja á Íslandi 2014 til 2018 tóku Náttúrustofa Suðausturlands og Náttúrufræðistofnun Íslands höndum saman um að gera heildstæða úttekt á helsingjavarp á Suðausturlandi 2019. 

Árið 2020 var unnin umfangsmikil vöktunaráætlun fyrir stofnstærð helsingja og mat á beitaráhrifum 2020–2026 (sjá samstarfsaðila hér að framan) í tengslum við alþjóðlegt samstarfsverkefni á vegum AEWA-samningsins (African-Eurasian Migratory Waterbird Agreement), sem fjallar um vernd votlendisfarfugla og búsvæði þeirra. Heildarstofnstærð er metin á þriggja ára fresti á vetrarstöðvum. Með talningum á Íslandi að vorlagi sömu ár má meta hlutdeild íslenska varpstofnsins af heildarstofni, en afgangurinn er þá af grænlenskum uppruna.

Nánari upplýsingar

Helsingi

Niðurstöður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Svenja N.V. Auhage 2012. Helsingjar við Hólmsá. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-12008. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Minnisblað: Helsingjavarp í Skaftafellssýslum 2020

Minnisblað: Varpútbreiðsla helsingja á Suðausturlandi 2019

Tengiliður

Svenja N.V. Auhage.