Vöktun margæsa

Tímamörk

Langtímaverkefni

Samstarfsaðilar

Wildfowl and Wetland Trust

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Margæsir verpa á heimskautasvæðum á Svalbarða, Síberíu og Norður-Ameríku. Fuglar sem verpa í Norðaustur-Kanada fara um Ísland vor og haust til vetrardvalar á Bretlandseyjum, einkum Norður-Írlandi. Markmið verkefnisins er að vakta stofninn með talningum vor og haust þegar hann hefur viðkomu á Íslandi. Einnig hefur verið fylgst með farflugi margæsa með hjálp gervihnattasenda í samtarfi við Íra og Breta.

Nánari upplýsingar

Margæs er fargestur á Íslandi.

Samantekt niðurstaðna

Guðmundur A. Guðmundsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2012. Vöktun íslenskra fuglastofna: Forgangsröðun tegunda og tillögur að vöktun (pdf, 7,5 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-12010. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Svenja N.V. Auhage og Guðmundur A. Guðmundsson 2008. Beit margæsa á Álftanesi vorið 2008: rannsókn á áhrifum breyttrar landnýtingar (pdf 1,5MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-08014. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Guðmundur A. Guðmundsson, dýravistfræðingur