Vöktun refastofnsins

Tímamörk

Langtímaverkefni frá 1979, á Náttúrufræðistofnun Íslands frá 2013.

Samstarfsaðilar

Veiðimenn um land allt, Umhverfisstofnun, sveitarfélög, náttúrustofur, auk samstarfsaðila í sérverkefnum (sjá hér fyrir neðan).

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Meginmarkmið verkefnisins er að fylgjast með stofnbreytingum íslenska refastofnsins. Rannsóknir á stofnstærð íslenska refastofnsins byggist að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land sem senda stofnuninni hræ af felldum dýrum til krufninga. Þannig fæst gott þversnið af stofninum því hræ eru send inn af öllum svæðum og árstímum. Dýrin eru aldursgreind og með aldurs-afla aðferð (Virtual population analysis) og gögnum frá veiðiskýrslum er stofnstærð landsins metin. Reikniaðferðin sem beitt er við stofnmatið byggir á samlagningu á bakreiknaðri lágmarksstærð hvers árgangs veiðinnar sem er á lífi á hverju ári. Gert er ráð fyrir að birt sé nýtt stofnmat árlega en vegna eðlis aðferðarinnar er ekki hægt að áætla stofnstærð með öruggum hætti nema 3-5 ár aftur í tímann eða þegar stærsti hluti yngstu árganga er veiddur.

Breytingar á stofnstærð eru skoðaðar með hliðsjón af utanaðkomandi þáttum svo sem veðurfari og ástandi bráðarstofna. Einnig eru skoðaðir lífeðlisfræðilegir þættir sem mældir eru við krufningu, svo sem frjósemi og líkamsástand. Ástæður stofnbreytinga refsins geta verið af margvíslegum toga, meðal annars breytingar á veðurfari, fæðuskilyrðum, heilbrigði dýranna og aðbornum mengunarefnum. Lykilþættir í fjölgun og fækkun stofna er fjöldi dýra sem fæðast og lifa það að tímgast ásamt fjölda þeirra sem deyja eða tímgast ekki (frjósemi, geldhlutfall og dánartíðni). Þetta er allt metið út frá veiðigögnum og því úrtaki veiðinnar sem skilað er inn til rannsókna.

Innan verkefnisins eru nokkur sérverkefni, í samstarfi við innlenda og erlenda aðila:

  • Fæðuval íslenska melrakkans að vetrarlagi
  • Tímgunargeta íslenskra refalæðna
  • Verndarstaða íslenska refsins
  • Aðlögun stofnlíkans að íslenska refastofninum
  • Takmarkandi þættir í stofnvistfræði íslenska refsins
  • Þéttleikaháð stofnstærðarstjórnun íslenska melrakkans
  • Heilbrigði og mengunarefni í íslenska refnum
  • Sníkjudýr í meltingarfærum refsins
  • Stofnerfðafræði íslenskra refa
  • Félagskerfi tófunnar
  • Búsvæðaval og útbreiðsla íslenska refsins
  • Stofnvistfræði og verndarstaða íslenska refsins
  • Fæðuval íslenska melrakkans á 30 ára tímabili vöktunar, í samstarfi við Háskólann í Tromsö, verkefni til meistaraprófs
  • Plast í refum, í samstarfi við Umhverfisstofnun (Ospar)
  • Kortlagning refa við jaðarsvæði borgarinnar, í samstarfi við Háskólann í Newcastle, verkefni til meistaraprófs
  • Ferðamenn og refir á grenjum á Hornströndum, í samstarfi við Melrakkasetur Íslands
  • Ábúðaþéttleiki og stofnvistfræði refa á Hornströndum, í samstarfi við Melrakkasetur Íslands
  • Samband refaveiða og tjóns á sauðfé á norðanverðum Vestfjörðum, í samstarfi við Háskólann í Bangor, Wales, verkefni til BSc prófs í vistfræði
  • Litgreining og kortlagning refabeina með fjólubláum blæ, í samstarfi við Háskóla Íslands, verkefni til meistaraprófs
  • Aðlögun stofnlíkans að íslenska refastofninum, í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann í Insubria, Háskólann í Oxford, verkefni til doktorsprófs
  • Heilbrigði og mengunarefni í íslenska refnum, í samstarfi við Rannsóknastofu í heilbrigði villtra dýra í náttúru og dýragörðum, Leibniz, Berlín.
  • Leit að skógarmítlum Ixodes ricinus á Íslandi
  • Sníkjudýr í meltingarfærum refsins, í samstarfi við MAST, Keldur
  • Félagskerfi tófunnar, í samstarfi við Stokkhólmsháskóla
  • Kortlagning á útbreiðslu grenja íslenska refsins, í samstarfi við Umhverfisstofnun
  • Takmarkandi þættir í stofnvistfræði íslenska refsins, í samstarfi við Háskóla Íslands
  • Þéttleikaháð stofnstærðarstjórnun íslenska melrakkans, í samstarfi við Háskóla Íslands, Stokkhólmsháskóla

Meðferð og innsending hræja

Nánari upplýsingar

Melrakki

Niðurstöður

Birte Technau 2021. Plastic in Arctic fox faeces of Iceland: studying the suitability of Arctic fox faeces analysis for plastic monitoring in Iceland. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2021. Refastofninn réttir úr sér. Frétt frá 6. maí 2021.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2020. Refir á Hornströndum: áfangaskýrsla um vöktun árið 2019. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-20001. Unnið í samvinnu við Melrakkasetur Íslands. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2020. Vöktun refastofnsins. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2019, bls. 27–28. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ester Rut Unnsteinsdóttir, Alexandra Björk Guðmundsdóttir, Ellý Renée Guðjohnsen og Hans H. Hansen 2020. Skráning refagrenja. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2019, bls. 16. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2020. Slæm viðkoma refa á Hornströndum. Frétt frá 28. janúar 2020.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2020. Refir á Hornströndum koma vel undan vetri. Frétt frá 17. júlí 2020.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2019. Vöktun refastofnsins. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2018, bls. 19–21. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2019. Refir í byggð. Í María Harðardóttir og Magnús Guðmundsson, ritstj. Ársskýrsla 2018, bls. 22–25. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2018. Áfangaskýrsla um rannsóknir á refum í Hornstrandafriðlandi 2018. Unnið fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetur Íslands. 

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2018. Vöktun refastofnsins. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2017, bls. 26–29. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2018. Refastofninn stendur í staðFrétt frá 26. janúar 2018.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2017. Áfangaskýrsla um rannsóknir á refum í Hornstrandafriðlandi 2017. Unnið fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Náttúrufræðistofnun og Melrakkasetur Íslands. 

Treu, G., O. Krone, E.R. Unnsteinsdóttir, A.D. Greenwood og G.Á. Czirják 2017. Correlations between hair and tissue mercury concentrations in Icelandic arctic foxes (Vulpes lagopus)Science of the Total Environment (690–620): 1589–1598. DOI: 10.1016/j.scitotenv.2017.10.143

Alfredsson, M., E. Olafsson, M. Eydal, E.R. Unnsteinsdottir, K. Hansford,W. Wint, N. Alexander og J.M. Medlock 2017. Surveillance of Ixodes ricinus ticks (Acari: Ixodidae) in Iceland. Parasites & Vectors (10): 466. DOI: 10.1186/s13071-017-2375-2

Unnsteinsdóttir, E.R., P. Hersteinsson, S. Pálsson og A. Angerbjörn 2016. The fall and rise of the Icelandic Arctic fox (Vulpes lagopus): a 50-year dempgraphic study on a non-cyclic Arctic fox population. OecologiaDOI: 10.1007/s00442-016-3635-0

Pálsson, S. P. Hersteinsson, E.R. Unnsteinsdóttir og Ó.K. Nielsen 2015. Population limitation in a non-cyclic arctic fox population in a changing climate. Oecologia:  DOI: 10.1007/s00442-015-3536-7

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2015. Af refum á Hornströndum. Erindi flutt á Hrafnaþingi 11. mars 2015.

Elmhagen, B., P. Hersteinsson, K. Norén, E.R. Unnsteinsdottir og A. Angerbjörn 2014. From breeding pairs to fox towns: the social organisation of arctic fox populations with stable and fluctuating availability of food. Polar Biology 37(1): 111–122.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2014. Íslenski refastofninn á niðurleiðFrétt frá 23. október 2014.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2014. Merkilegir melrakkar. Erindi flutt á Hrafnaþingi 30. apríl 2014.

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2014. Mat á stofnstærð refa. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2014, bls. 36–37. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Bocharova, N., G. Treu, G.Á. Czirják, O. Krone, V. Stefanski, G. Wibbelt, E.R. Unnsteinsdóttir, P. Hersteinsson, G. Schares, L. Doronina, M. Goltsman og A.D. Greenwood 2013. Correlates between Feeding Ecology and Mercury Levels in Historical and Modern Arctic Foxes (Vulpes lagopus). PloS One 8(5): e60879. DOI: 10.1371/journal.pone.0060879

Ester Rut Unnsteinsdóttir 2013. Merkilegir melrakkar. Í María Harðardóttir, ritstj. Ársskýrsla 2013, bls. 35–36. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Snæfríður Pétursdóttir 2015. Vetrarfæða tófu (Vulpes lagopus) á Íslandi: Samanburður á vetrarfæðu tófu á milli landshluta. B.S.-ritgerð við Háskóla Íslands.

Tengiliður

Ester Rut Unnsteinsdóttir, spendýravistfræðingur.