Kort af farleiðum 300 evrópskra fugla

Í sumarbyrjun var gefinn út atlas um ferðalög evrópskra fugla. Hann ber heitið The Eurasian African Bird Migration Atlas og inniheldur hann meðal annars fuglamerkingargögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Atlasinn var gefin út á vegum EURING, sem eru evrópsk regnhlífarsamtök um fuglamerkingar. Undirbúningur hans hófst fyrir löngu en skriður komst fyrst á verkið þegar ítalska ríkið bauðst til að fjármagna það. Þannig hófst vinna við atlasinn af krafti árið 2017 og leit afraksturinn dagsins ljós fimm árum síðar þegar opnaður var fullur aðgangur að umfjöllun og kortum af farleiðum um 300 evrópskra farfugla.

Íslandi er þátttakandi í verkefninu ásamt um 50 öðrum Evrópuþjóðum og fuglamerkingargögn Náttúrufræðistofnunar Íslands til og með 2018 eru hluti af gagnasettinu sem notað er í atlasnum. Í honum er hægt að velja tegund og skoða upplýsingarnar um hana á korti með mismunandi síum.

Nánari upplýsingar um atlasinn

Leiðbeiningar um notkun atlassins