Heiðagæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 12.–13. október 2024.
Um áratugaskeið hafa gæsir verið taldar á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum og um næstu helgi beinast talningar að heiðagæs. Náttúrufræðistofnun safnar upplýsingum um heiðagæsir sem eru eftir hér á landi og óskar eftir tilkynningum um heiðagæsir sem fólk verður vart við á næstu dögum, þar á meðal hvar þær sáust og mat á fjölda þeirra. Upplýsingarnar verða sendar samstarfsaðilum hér á landi og á Bretlandseyjum sem taka saman árlegar skýrslur um talningarnar.
Vinsamlegast sendið upplýsingarnar til Svenju N.V. Auhage (svenja.auhage@natt.is).