Lífför

Lífför (e. ichnology) eru ummerki eftir starfsemi eða virkni dýra í setlögum. Förin eru greind eftir útliti og gerð en ekki eftir því hvaða tegund lífvera myndaði þau, algengt er þó að það séu lindýr. Þetta geta meðal annars verið fæðuför, dvalarför og flóttaför. Förin geta aukið skilning á fornum setumhverfum og gefið góða mynd af hátterni lífvera sem þar bjuggu.

Líffar úr Tjörneslögunum. © Náttúrufræðistofnun Íslands
Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands

Dvalarfar (domichnia) úr Tjörneslögunum eftir lífveru sem hefur grafið sig niður í sjávarbotninn

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |