Myndskeið

Áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands

Árið 2020 veitti Loftslagssjóður styrk til kynningar- og fræðsluverkefnis sem fjallar um áhrif loftslagsbreytinga á náttúru Íslands. Um er að ræða sex kynningarþætti á formi myndbanda þar sem fjallað er um gróðurfar, fugla, spendýr, smádýr, vatnalíf og framandi ágengar tegundir. Rætt er við ýmsa sérfræðinga á sviði málaflokkanna. Það voru kvikmyndaframleiðslufyrirtækin Ljósop og KAM Film sem stóðu að framleiðslu myndanna, meðal annars í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.

Gróðurfar

Fuglar (birtist 29. nóvember 2021)

Spendýr (birtist 6. desember 2021)

Smádýr (birtist 13. desember 2021)

Vatnalíf (birtist 20. desember 2021)

Framandi ágengar tegundir (birtist 27. desember 2021)

Vistgerðir

Dagskrárgerðarfólk á RÚV vann sex innslög um vistgerðir fyrir þáttinn Landann í samvinnu við sérfræðinga á Náttúrufræðistofnun Íslands.

Náttúran flokkuð í vistgerðir – Umfjöllun um hvað vistgerðir eru og hvers vegna landið er flokkað í vistgerðir (sýnt í Landanum 14.10.2018).

Mýri er ekki bara mýri – Mismunandi flokkun votlendis útskýrð og fjallað sérstaklega um dýjavist og rimamýravist (sýnt í Landanum 21.10.2018).

Margt býr í fjörunni – Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum 28.10.2018).

Melar og móar – Fjallað er um vistgerðirnar lyngmóavist, sem tilheyrir mólendi, og grasmelavist, sem tilheyrir mela- og sandlendi (sýnt í Landanum 4.11.2018).

Það er ekkert gaman að vera birki í dag – Kjarrskógavist og blómskógavist falla undir skóglendi (sýnt í Landanum 11.11.2018).

Mosinn í hrauninu – Vistgerðin mosahraunavist er í brennidepli en hún tilheyrir hraunlendi. Einnig er fjallað um moslendi og hverasvæði (sýnt í Landanum 18.11.2018).

Mosahraunavist á Snæfellsnesi
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Mosahraunavist á Snæfellsnesi.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |