Grýttar fjörur

F1

EUNIS-flokkun

A1 Littoral rock and other hard substrata.

Grýttar fjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Brimasöm hnullungafjara. – Boulder shore.

Grýttar fjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Skúfþangsfjara. – Fucus disticus shore.

Grýttar fjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Hrúðurkarlafjara. – Barnacle community.

Grýttar fjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Þangfjara. – Moderate or low energy littoral rock shore.

Lýsing

Fjörubeður einkennist af hörðum klöppum og stórgrýti. Hann, ásamt brimasemi, ræður miklu um lífsskilyrði og hvernig vistgerðin skiptist í undirflokka. Aðrir eðlisþættir sem móta lífríkið eru halli fjörunnar, munur flóðs og fjöru, sjávarhiti og selta. Í klappar- og stórgrýtisfjörum hafa þörungar betri festu og þola betur brimrót en í fjörum þar sem undirlag er lausara. Stærri þörungar vaxa aðeins þar sem undirlag er nógu fast fyrir og veltur ekki í brimróti. Því meira sem brim er, þeim mun haldbetra þarf undirlagið að vera til að þörungar fái þrifist. Þeir þrífast einnig illa í klappar- og stórgrýtisfjörum þar sem laus möl og sandur skolast til með öldum og skrapa gróður af undirlaginu. Smávaxnir einærir þörungar geta þó vaxið tímabundið á slíkum stöðum á meðan sjór er kyrr á sumrin. Í mjög brimasömum og grýttum fjörum, þar sem lítið vex af þörungum, eru hrúðurkarlar gjarnan áberandi.

Fjörubeður

Klappir, stórgrýti, hnullungar, steinvölur.

Útbreiðsla

Allt í kringum landið nema á söndum suðurstrandarinnar, þ.e. frá Stokkseyri og austur í Hvalnesskriður.

Útbreiðslukort grýttar fjörur

Grýttar fjörur eru um 34% (347 km2) af fjörum landsins og finnast í flestum landshlutum að suðurströndinni undanskilinni. – Littoral rock and other hard substrata cover 34% (347 km2) of the tidal zone, and occur in most parts of Iceland, except for the southern shores.

Grýttar fjörur og hlutfallsleg skipting á umfangi undirvistgerða þeirra

Grýttar fjörur og hlutfallsleg (%) skipting á umfangi (km2) undirvistgerða þeirra. Um 6% af grýttum fjörum eru ekki flokkuð í undirgerðir vegna skorts á gögnum. – Littoral rock and other hard substrata and proportional division (%) of coverage (km2) of subtypes. Because of insufficient data, about 6% of the super-type “littoral rock and other hard substrata“ were not classified further to sub-types.

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

Margt býr í fjörunni – Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum á RÚV 28.10.2018).