Starungsmýravist

L8.9

Eunis-flokkun

D4.163 Icelandic black sedge-brown moss fens.

Starungsmýravist
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Starungsmýravist í hallamýri í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Ríkjandi æðplöntutegundir eru mýrastör og mýrelfting. Gróðursnið SN-12-03. – Black sedge-brown moss fen in western Iceland, on sloping ground.

Starungsmýravist
Mynd: Starri Heiðmarsson

Starungsmýravist í hallamýri austan Skjálfandafljóts í Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu. Mýrastör er ríkjandi en allmikið er einnig af bláberjalyngi, fjalldrapa og gulvíði. Gróðursnið TH-13-02. – Black sedgebrown moss fen in northeastern Iceland, on sloping ground.

Lýsing

Lítið til nokkuð hallandi, deigt til blautt, þýft mýrlendi vaxið mýrastör og fleiri votlendistegundum, á sléttlendi og í hlíðum. Á þúfum og rimum vaxa smárunnar og fleiri þurrlendistegundir. Jarðvatn stendur hátt en land fer lítið eða ekki undir vatn í leysingum og flóðum, vatn er fremur steinefnaríkt og land frjósamt. Það er algróið, gróður allhávaxinn, æðplöntur eru ríkjandi en mosi mikill, fléttur finnast vart. Í þennan flokk falla elftingamýrar en í þeim getur mýrelfting verið með allt eins mikla þekju eða meiri en mýrastör.

Plöntur

Vistgerðin er miðlungi rík af tegundum æðplantna, fremur rík af mosum en fléttutegundir frekar fáar. Ríkjandi tegundir æðplantna eru mýrastör (Carex nigra), bláberjalyng (Vaccinium uliginosum), fjalldrapi (Betula nana) og engjarós (Comarum palustre). Algengustu mosar eru tildurmosi (Hylocomium splendens), móasigð (Sanionia uncinata), engjaskraut (Rhytidiadelphus squarrosus), lémosi (Tomentypnum nitens) og geirmosi (Calliergonella cuspidata) en af fléttum finnast helst himnuskóf (Peltigera membranacea) og hreindýrakrókar (Cladonia arbuscula).

Jarðvegur

Lífræn jörð er nær einráð, jarðvegur er mjög þykkur, fremur ríkur af kolefni og sýrustig fremur lágt.

Fuglar

Ríkulegt fuglalíf, algengustu varpfuglar eru lóuþræll (Calidris alpina), spói (Numenius phaeopus), þúfutittlingur (Anthus pratensis), hrossagaukur (Gallinago gallinago), jaðrakan (Limosa limosa) og stelkur (Tringa totanus).

Líkar vistgerðir

Runnamýravistir á láglendi og hálendi.

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum, á láglendi og lágheiðum, einkum þar sem land er aflíðandi, berggrunnur þéttur og grunnvatnsstaða há.

Verndargildi

Mjög hátt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Starungsmýravist

Starungsmýravist er útbreidd en hún finnst í 56% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 3.200 km2, óvissa nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is common in Iceland and is found within 56% of all grid squares. Its total area is estimated 3,200 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í starungsmýravist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá