Setfjörur

F2

EUNIS-flokkun

A2 Littoral sediment.

Setfjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Leira. – Littoral mud.

Setfjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Líflítil sandfjara. – Littoral/muddy sand.

Setfjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Brimasöm sandfjara. – Barren mobile sand shore.

Setfjörur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Grýttur sandleir. – Littoral mixed sediments.

Lýsing

Gróðurlaus fjara að mestu leyti. Á stöðum þar sem fjörubeður er grófgerður kemur brimasemi í veg fyrir að gróður nái festu og á skjólsælum leirum er undirlagið of mjúkt fyrir fjörugróður. Tegundasamsetning fjörulífríkisins ræðst af brimasemi og grófleika fjörusets; því grófara sem fjörusetið er og halli fjörunnar meiri, þeim mun betur rennur sjórinn úr setinu þegar fjarar út. Tegundafjölbreytni er yfirleitt mest í skjólsælum fjörum með fínu og meðalgrófu seti sem heldur vel í sér raka þegar lágsjávað er. Fáar tegundir þrífast þó í þéttum súrefnissnauðum leir sem liggur misdjúpt undir yfirborðinu.

Fjörubeður

Steinvölur, möl, sandur, leir.

Útbreiðsla

Allt landið.

Útbreiðslukort setfjörur

Setfjörur eru um 66% (660 km2) af fjörum landsins og eru alls staðar í einhverjum mæli meðfram allri strandlengjunni. – Littoral sediments cover about 66% (660 km2) of the intertidal zone and occur to some degree all around the country.

Setfjörur og hlutfallsleg skipting á umfangi undirvistgerða þeirra

Hlutfallsleg (%) skipting setfjara eftir umfangi (km2) undirvistgerða. Um 15% af setfjörum eru ekki flokkuð í undirgerðir vegna skorts á upplýsingum. – Proportional (%) subdivision of sandy and muddy shores (km2). Because of insufficient data, about 15% of the super-type ‘sandy and muddy shores’ were not classified further as sub-types.

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, setfjörur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

Margt býr í fjörunni – Fjörur eru til umfjöllunar, bæði grýttar fjörur og setfjörur, og sérstaklega er fjallað um leirur. Einnig er fjallað um gulstararfitjavist sem tilheyrir strandlendi (sýnt í Landanum á RÚV 28.10.2018).