Fjörumór
Fjörumór
F2.5
EUNIS-flokkun
A1.127 Ceramium sp. and piddocks on eulittoral fossilised peat.
Fjörumór

Fjörumór í Hofsvík á Kjalarnesi. – Peat shore in southwestern Iceland.

Nærmynd af fjörumó. Grænþörungar vaxa á yfirborðinu. – Close-up of the sea bed of a peat shore. Green algae grow on the surface.
Lýsing
Fjörumór er setfjara sem einkennist af mjög þéttum setlögum sem upphaflega mynduðust í votlendi eða ferskvatnstjörnum. Þar sem sjór hefur síðar gengið yfir, myndar mórinn fremur hart undirlag fjörunnar, en ofan á liggur oft þunnt leirlag. Fjörupollar eru oft áberandi í fjörumó og lífríki þeirra er auðugt. Fjörumór einkennist af smávöxnum og ungum þangplöntum, steinslýi og brimskúf, sem spretta upp á vorin og þekja fjöruna yfir sumarið. Í mónum er oft stöku grjót sem er vaxið þangi. Þessi vistgerð hefur lítið verið rannsökuð hér á landi.
Fjörubeður
Harður mór, leir.
Fuglar
Ýmsir fjörufuglar leita hér ætis.
Útbreiðsla
Hefur til dæmis fundist í Faxaflóa, þ.e. í Seltjörn á Seltjarnarnesi, Hofstaðavogi við Kjalarnes og framan við Blautós við Akranes. Líklegt er að þessi vistgerð finnist á fleiri stöðum.
Verndargildi
Miðlungs.

Þekktir fundarstaðir fjörumós en þeir þekja minna en 0,1% (0,3 km2) af flatarmáli fjörunnar. – Known places with peat shores cover less than 0.1% (0.3 km2) of the coast.
Áberandi gróður – Conspicuous vegetation | Áberandi dýr – Conspicuous animals | ||
---|---|---|---|
Brimskúfur | Acrosiphonia arcta | Kræklingur | Mytilus edulis |
Grænþörungsættkvísl | Ulva spp. | ||
Steinslý | Pylaiella littoralis | ||
Bóluþang | Fucus vesiculosus | ||
Klóþang | Ascophyllum nodosum |

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).
Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).