Hornstrandafriðland

FG-V 13

Hnit – Coordinates: N66,39055, V22,58391
Sveitarfélag – Municipality: Ísafjarðarbær
IBA-viðmið – Category: B1i
Stærð svæðis – Area: um 57.000 ha

Friðlandið á Hornströndum nær yfir norðvesturhluta Vestfjarðakjálkans utan Skorarheiðar sem liggur á milli Hrafnsfjarðar í Jökulfjörðum og Furufjarðar. Það er hálent og fjöll víða sæbrött. Um 20 nafngreindir firðir og víkur eru innan friðlandsins og þar eru sjö mikilvægar sjófuglabyggðir sem fjallað er um sérstaklega í kaflanum um sjófuglabyggðir hér að framan: Grænahlíð, Ritur, Kögur, Kjalarárnúpur, Hælavíkurbjarg–Hornbjarg og Smiðjuvíkurbjarg. Þá er hluti þess innan „Jökulfirðir“ (FG-V 12) sem er mikilvægur vetrardvalarstaður straumanda. Auk þess eru Hornstrandir mikilvægt fjarðrafellisvæði æðarfugla.

Hornstrandir voru lýstar friðland árið 1975.

Helstu fuglategundir í Hornstrandafriðlandi, aðrar en verpandi sjófuglar – Key bird species of Hornstrandir reserve, apart from breeding seabirds

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Æður1 Somateria mollissima Fellir–Moult 13.000 1980 1,6 B1i
Fálki2 Falco rusticolus Varp–Breeding *7 2016 1,1  
*Þekkt óðul. – Known territories.
1Arnþór Garðarsson 1982. Endur og aðrir vatnafuglar. Í Fuglar. Rit Landverndar 8, bls. 77–111. Reykjavík: Landvernd.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.

English summary

Hornstrandir reserve, NW-Iceland, is an uninhabited mountainous peninsula with numerous fjords, coves and headlands. It is an internationally important moulting area for Somateria mollissima (13.000 birds). Furthermore it has seven seabird colonies of international importance (see SF-V 30 to SV-V_36) and a part of an important wintering area for Histrionicus histrionicus (FG-V 12).

Opna í kortasjá – Open in map viewer