Úthérað

VOT-A 3

Hnit – Coordinates: N65,60846, V14,29634
Sveitarfélag – Municipality: Fljótsdalshérað
IBA-viðmið – Category: A4i, B1i, B1ii, B2
Stærð svæðis – Area: um 40.646 ha

Úthérað frá Egilsstöðum að Héraðsflóa afmarkast af háum fjöllum til beggja handa og kjarri vöxnum ásum og mýrasundum um miðbikið. Meðfram Jökulsá á Dal, Lagarljóti og Selfljóti eru marflöt flæðilönd og sjávarsandar yst. Fjöldi stöðuvatna og tjarna er á þessu svæði og fjölbreytt gróðurlendi, forblautir flóar, mýrar og mólendi.

Fuglalíf er mikið og fjölbreytt á Úthéraði (Guðmundur A. Guðmundsson o.fl. 2001) og þær tegundir varpfugla sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum eru lómur (220 pör), flórgoði (38 pör), grágæs (1.600 pör) og kjói (1.300 pör). Hið sama á við um grágæs á fjaðrafellitíma (7.700 fuglar) og fartíma (7.517 fuglar).

Ysti hluti Úthéraðs, votlendi og sandar í Hjaltastaðaþinghá, Húsey, Eylendið í Jökulsárhlíð, ásamt Egilsstaða- og Finnsstaðanesjum utan við Egilsstaði, eru á náttúruminjaskrá. Allt svæðið er á IBA-skrá.

Helstu fuglategundir á Úthéraði – Key bird species at Úthérað

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Lómur1 Gavia stellata Varp–Breeding 220 2000 14,7 A4i, B1i
Himbrimi2 Gavia immer Varp–Breeding *9 2016 1,8  
Flórgoði3 Podiceps auritus Varp–Breeding 38 2004 5,4 B1i, B2
Grágæs1 Anser anser Varp–Breeding 1.600 2000 6,0 B1i
Grágæs4 Anser anser Fellir–Moult **7.700 2005 8,6 B1i
Grágæs5 Anser anser Far–Passage 7.517 2012 7,5 B1i
Gargönd1 Anas strepera  Varp–Breeding 5 2000 1,1  
Skúfönd1 Aythya fuligula Varp–Breeding 175 2000 1,8  
Kjói1 Stercorarius parasiticus Varp–Breeding 1.300 2000 54,2 B1ii
Skúmur6 Catharacta skua Varp–Breeding 100 1984–1985 1,9  
*Þekkt óðul. – Known territories.
**Fuglar. – Birds.
1Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
2Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn. – IINH, unpublished data.
3Þorkell Lindberg Þórarinsson, Ævar Petersen, Árni Einarsson, Halldór W. Stefánsson, Yann Kolbeinsson, Róbert A. Stefánsson, Böðvar Þórisson og Þórdís V. Bragadóttir 2011. Dreifing og fjöldi flórgoða á Íslandi 2004–2005. Bliki 31: 31–35.
4Halldór Walter Stefánsson 2014. Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á grágæsir. Náttúrustofa Austurlands, NA-140139. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.
5Halldór Walter Stefánsson 2016. Íslenski grágæsastofninn 2012: fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi. Náttúrustofa Austurlands, NA-160156. Neskaupsstaður: Náttúrustofa Austurlands.
6Lund-Hansen, L.C. og P. Lange 1991. The numbers and distribution of the Great Skua Stercorarius skua breeding in Iceland 1984–1985. Acta Naturalia Islandica 34: 1–16.

English summary

Úthérað, E-Iceland, includes various wetland habitats and holds internationally impor­tant numbers of breeding Gavia stellata (220 pairs), Podiceps auritus (38 pairs), Anser anser (1,600 pairs) and Stercorarius parasiticus (1,300 pairs). Anser anser also meets the criteria during moulting (7,700 birds) and passage (7,517 birds).

Opna í kortasjá – Open in map viewer

 

Heimildir – References

Guðmundur A. Guðmundsson, Guðmundur Guðjónsson, Sigurður H. Magnússon, Kristbjörn Egilsson, Halldór Walter Stefánsson og Kristinn Haukur Skarphéðinsson 2001. Kárahnjúkavirkjun: áhrif breytinga á vatnafari Jökulsár á Dal og Lagarfljóts á gróður, fugla og seli. Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-01005. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.