Melrakkaslétta

SF-N 12

Hnit – Coordinates: N66,44688, V16,23508
Sveitarfélag – Municipality: Norðurþing, Svalbarðshreppur
IBA-viðmið – Category: A4i, A4iii, B1i, B2
Stærð – Area: 111.400 ha

Melrakkaslétta er fremur láglendur, þurrlendur og víðáttumikill skagi með lífauðugum fjörum, strandlónum og vötnum. Austurhlutinn er mýrlendur. Þetta svæði er einnig flokkað með fjörur og grunnsævi og votlendi og önnur svæði inn til landsins, en hér verður aðeins gerð grein fyrir varpi sjófugla.

Þær tegundir sjófugla sem ná alþjóðlegum verndarviðmiðum á Sléttu eru æður (líklega um 8.000 pör) og kría (10.000 pör). Þá eru á svæðinu allstórar ritu- og álkubyggðir. Einnig má nefna súlu (655 pör) og fýl (17.491 par).

Norðurhluti Melrakkasléttu er á náttúruminjaskrá og mestallt svæðið á IBA-skrá. Sjófuglabyggðin í Rauðanúpi er auk þess skráð sér í þeirri skrá.

Helstu varpfuglar á Melrakkasléttu – Key bird species breeding in Melrakkaslétta

Tegund
Species
Latneskt heiti
Scientific name
Árstími
Season
Fjöldi (pör)
Number (pairs)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Fýll1 Fulmarus glacialis Varp–Breeding 17.491 2008, 2014 1,5  
Súla2 Morus bassanus Varp–Breeding 655 2013–2014 1,8  
Æður3 Somateria mollissima Varp–Breeding 8.000 1999 2,7 B1i, B2
Rita4 Rissa tridactyla Varp–Breeding 14.212 2006–2008 2,4 B2
Kría5 Sterna paradisaea Varp–Breeding 10.000 2016 5,0 A4i, B1i
Álka6 Alca torda Varp–Breeding 1.006 2008 0,3 B2
Alls–Total     51.364     A4iii
¹Arnþór Garðarsson, Kristján Lilliendahl og Guðmundur A. Guðmundsson 2019. Fýlabyggðir á Íslandi 2013–2015. Bliki 33: 1–14.
2Arnþór Garðarsson 2019. Íslenskar súlubyggðir 2013–2014. Bliki 33: 69–71.
3Jónas Jónsson, ritstj. 2001. Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi. Rit Æðarræktarfélags Íslands. Reykjavík: Mál og mynd., Árni Snæbjörnsson, óbirt heimild (unpublished source).
4Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2013. Framvinda íslenskra ritubyggða. Bliki 32: 1–10.
5Náttúrufræðistofnun Íslands, gróft mat – IINH, rough estimate.
6Arnþór Garðarsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Kristján Lilliendahl 2019. Svartfugl í íslenskum fuglabjörgum 2006–2008. Bliki 33: 35–46.

English summary

Melrakkaslétta is a low-lying peninsula in NE-Iceland with extensive heathland, lakes and coastal lagoons. This section only deals with seabird colonies. The area hosts internationally important numbers of Somateria mollissima (c. 8,000 pairs) and Sterna paradisaea (10,000 pairs).

Opna í kortasjá – Open in map viewer