Jökuldalsheiði

Svæðið er tilnefnt vegna ferskvatnsvistgerða.

Jökuldalsheiði á Íslandskorti
Jökuldalsheiði
Mynd: Guðmundur Guðjónsson

Jökuldalsheiði.

Mörk

Í vestri liggja mörk svæðisins meðfram Þríhyrnings- og Möðrudalsfjallgörðum, að norðan um Gestreiðarstaðaháls, í austri með brúnum Jökuldals og að sunnan um Fiskidalsháls.

Stærð

394,7 km2

Hlutfall lands: 93%
Hlutfall fersks vatns: 7%

Svæðislýsing

Svæðið er á öldóttri hásléttu, ríflega 500 m h.y.s. norðan Jökuldals. Á hæðum og hryggjum eru lítt grónir melar og urðir, en mólendi í undirhlíðum og mýrar, vötn, tjarnir og lækir í lægðum. Rústir eru í mýrum. Allríkulegt fuglalíf, m.a. mikið álftavarp. Beitiland hreindýra árið um kring og sauðfjárbeit að sumri. Ferðaþjónusta og útivist er stunduð á heiðinni og bleikja veiðist í vötnum.

Forsendur fyrir vali

Á svæðinu er mikil mergð hálendistjarna, þar á meðal fjöldi rústatjarna. Fjölbreytni tjarna er mikil og eru þær margar lífríkar.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Ferskvatn Hálendistjarnir 3,2 16

Ógnir  

Ferðamennska.          

Aðgerðir til verndar

Tryggja vernd vistgerða. Til að ná fram skilvirkri vernd vatnavistgerða þarf að tryggja að jaðarsvæðum þeirra sé ekki raskað í að minnsta kosti allt að 100 m frá þeim.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Jökuldalsheiði í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 7. nóvember 2019.