Skeiðarársandur

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Skeiðarársandur á Íslandskorti
Skeiðarársandur, Morsárjökull í baksýn
Mynd: Erling Ólafsson

Skeiðarársandur.

Mörk

Sandurinn milli Skeiðarárjökuls og sjávar. Að sunnanverðu um fjöru frá Núpsvötnum í vestri austur fyrir ósa Skeiðarár. Þaðan upp undir Goðafjall og að norðan liggja mörkin sunnan Háöldu og vestur að Núpsá.

Stærð

737,8 km2

Hlutfall lands: 88%
Hlutfall fjöru: <1%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: 11%

Svæðislýsing

Mikið og yfirleitt gróðurlítið sandflæmi en gróður hefur vaxið mjög á síðari árum, m.a. er vaxandi birkikjarr á ofanverðum sandinum. Sauðfé er haldið til beitar en selveiðar eru aflagðar. Vaxandi ferðamennska.

Forsendur fyrir vali

Eitt helsta skúmavarp landsins og nær það alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Skúmur Varp 1.418 1985 8

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Skeiðarársandur.

Ógnir  

Umferð ferðamanna um sandinn er lítil enn sem komið. Minnkandi sauðfjárbeit getur leitt til aukinnar útbreiðslu framandi tegunda.

Aðgerðir til verndar

Kortleggja þarf skúmsvarp á sandinum og huga að umgengnisreglum í kjölfarið. Viðhalda léttri sauðfjárbeit til að stemma stigu við útbreiðslu alaskalúpínu á sandinum.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Núpsstaður, Núpsstaðarskógar og Grænalón 701

Kortasjá

Skeiðarársandur í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.