Þjórsárver

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og fugla.

Þjórsárver á Íslandskorti
Þjórsárver
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Þjórsárver.

Mörk

Afmarkast af Hofsjökli til norðurs, að vestan frá Eiríksnýpu um Fjórðungssand suður að Svartá. Til norðausturs milli Þúfuvers og Kvíslavatns og suður fyrir ármót Þjórsár og Háamýrarkvíslar og þaðan til norðurs að Þjórsárjökli.

Stærð

384,7 km2

Hlutfall lands: 87%
Hlutfall fersks vatns: 13%

Svæðislýsing

Þjórsárver eru víðáttumikil gróðurvin sunnan Hofsjökuls í um 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Þau einkennast af gróskumiklum flæðilendum með fjölskrúðugu gróðurfari, m.a. rústamýrum. Ár og lækir, bæði jökulvatn og lindarvatn, kvíslast um svæðið. Útvist er stunduð á svæðinu og enn er þar einhver sauðfjárbeit.

Forsendur fyrir vali

Forgangslandvistgerð er rústamýrvist og er þetta einn af fáum stöðum þar sem hún er til staðar. Svæðið hefur lengst af verið alþjóðlega mikilvægt sem aðalvarpsvæði heiðagæsar í heiminum en fuglum hefur fækkað mikið eftir 1980.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Rústamýravist 12,37 18

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár % af íslenskum stofni
Heiðagæs Varp 1.539 2010 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Þjórsárver.

Ógnir  

Loftslagsbreytingar, virkjanir,  vatnaveitingar og vaxandi ferðamennska.

Aðgerðir til verndar

Þjórsárver voru friðlýst árið 1981 og viðurkennt Ramsarsvæði 1990. Núverandi friðlýsingarskilmálar eru taldir fullnægjandi. Styrkja þarf vernd vistgerða og búsvæða í stjórnunar- og verndaráætlun.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Þjórsárver Friðland

Kortasjá

Þjórsárver í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.