Stokkseyri–Eyrarbakki
Stokkseyri–Eyrarbakki
Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða, fugla og sela. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Ölfusforir-Ölfusárós, sem tilnefnt er vegna vistgerða á landi.
Stokkseyri–Eyrarbakki


Skerjagarðurinn við Stokkseyri.
Mörk
Fjara og grunnsævi frá Knarrarósi í austri og vestur fyrir ósa Ölfusár við Óseyrartanga. Einnig selalátur og jaðarsvæði gegnt Ósstykki á ósasvæði Ölfusár.
Stærð
44,6 km2
Hlutfall lands: 7%
Hlutfall fjöru: 33%
Hlutfall sjávar: 24%
Hlutfall fersks vatns: 46%
Svæðislýsing
Meginhluti fjörunnar liggur á jaðri Þjórsárhrauns og er hún víðast hvar óvenju breið, með aflíðandi hraunklöppum, ríkum af fjörupollum, glufum og skorningum. Brimasemi er nokkur eða talsverð. Landselslátur eru framan Einarshafnar og á ósasvæði Ölfusár gegnt Ósstykki. Svæðið liggur á jaðri byggðar. Útivist er stunduð á svæðinu, landbúnaður í nágrenni þess og lítils háttar fjörubeit. Laxveiði er stunduð í Ölfusárósum og upp með ánni.
Forsendur fyrir vali
Í grófgerðum og úfnum fjörubeðinum er mikið af skjólsælum glufum og skorningum með auðugu lífríki. Í fjörunum eru klóþangsfjörur og fjörupollar áberandi. Fjaran er mikilvægur viðkomustaður vaðfugla. Fjöldi rauðbrystinga nær alþjóðlegum verndarviðmiðum á vorin. Það sama á við um álft og æðarfugl í fjaðrafelli. Á svæðinu eru nokkur þekkt landselslátur þar sem hafa verið um 15% af landselum Suðurlands. Á svæðinu hefur landsel fækkað um 89,3% frá því talningar hófust árið 1980.
Vistgerðir
Vistgerð | Km2 | % af heildarflatarmáli | |
---|---|---|---|
Fjara | Fjörupollar* | 7,49 | 74 |
Fjara | Klóþangsfjörur | 0,04 | <1 |
*Sérstæð fjörusvæði |
Fuglar
Tegund | Árstími | Fjöldi | Ár | % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|
Álft | Fellir | 300 | 2005 | 1 |
Æður | Fellir | 10.000 | 1980 | 1 |
Rauðbrystingur | Far | 7.600 | 1990 | 2 |
Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Stokkseyri–Eyrarbakki.
Selir
Tegund | Lægsti fjöldi (1980–2018) |
Hæsti fjöldi (1980–2018) |
% af Suðurlandsstofni |
Hæsta % af íslenskum stofni |
Núverandi % af íslenskum stofni |
---|---|---|---|---|---|
Landselur | 10 (1990)* | 178 (1980) | 9 (2003) | 1,6 (1989) | 0,5 (2018) |
*Ekki er talið að talningarárið 2014 sé marktækt og því er það ár ekki skráð fyrir minnsta fjölda eða hæsta hlutfall. |
Ógnir
Ferðamennska og íbúabyggð. Áform um uppbyggingu baðlóns vestan Eyrarbakka. Þættir sem taldir eru geta haft áhrif á fækkun sela eru veiðar, þar með taldar veiðar við laxveiðiár og hjáveiðar, og truflun.
Aðgerðir til verndar
Tryggja að að fjaran haldist óskert og reisa skorður við umferð vélknúinna faratækja. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.
Núverandi vernd
Aðrar náttúruminjar | Númer |
---|---|
Fjörur við Stokkseyri og Eyrarbakka | 750 |
Varmá og Ölfusforir | 751 |
Kaldaðarnesengjar og Kaldaðarneseyjar | 775 |
Gamla-Hraun og nágrenni | 777 |
Kortasjá
Stokkseyri–Eyrarbakki í kortasjá
Útgáfudagsetning
5. apríl 2018, uppfært 31. maí 2018, 26. maí 2020, viðbótartillögur um seli gefnar út 3. desember 2020.