Selvogur

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og fugla.

Selvogur á Íslandskorti
Selvogur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Úr Selvogi.

Mörk

Selvogur er austarlega á sunnanverðum Reykjanesskaga og  nær svæðið yfir fjörur og grunnsævi, frá Selvogsvita í austri og vestur að Herdísarvíkurhrauni á móts við Hvíthól. Einnig tjarnir vestur af Herdísarvík.

Stærð

6 km2

Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 41%
Hlutfall sjávar: 58%
Hlutfall fersks vatns: 1%

Svæðislýsing

Næst fjörunni eru víða skerjadrög; fjörubeðurinn er að mestu hraunklappir, sem eru ríkar af fjörupollum, glufum og skorningum, en á köflum er möl og sandur Strandvötn eru við Herdísarvík. Brimasemi er talsverð vestast næst Nesi, en nokkur nær Herdísarvík. Útivist er stunduð á svæðinu og lítilsháttar fjörubeit.

Forsendur fyrir vali

Klóþangsfjörur, fjörupollar, lítilsháttar fjörumór, kræklinga- og sölvaóseyra, auk margvíslegra annarra fjörugerða; grófgerður og úfinn fjörubeðurinn er ríkur skjólsælum glufum, skorningum og fjörupollum sem fóstra auðugt lífríki.

Fjölbreytt fuglalíf, m.a. á fartíma, og nær fjöldi rauðbrystinga sem nýtir svæðið þá alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Fjörumór <0,01 <1
Fjara Fjörupollar* 1,40 14
Fjara Klóþangsfjörur 1,37 2
Fjara Kræklinga- og sölvaóseyrar 0,01 1
*Sérstæð fjörusvæði

Fuglar

Forgangstegundir fugla
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Rauðbrystingur Far 5.100 1990 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Selvogur.

Ógnir  

Ferðamennska.          

Aðgerðir til verndar

Tryggja að fjörusvæði verði ekki skert.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Herdísarvík Friðland
Aðrar náttúruminjar Númer
Stakkavík og Hlíðarvatn í Selvogi 758

Kortasjá

Selvogur í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 2. apríl 2019, uppfært 20. maí 2019.