Himbrimi (Gavia immer)

Himbrimi (Gavia immer)
Mynd: Daníel Bergmann

Himbrimi (Gavia immer).

Þéttleiki himbrimavarps á Íslandi

Kort 1: Þéttleiki himbrimavarps á Íslandi er mestur á dekkstu svæðunum – The density of Gavia immer breeding sites/territories in Iceland is highest in the darkest shaded areas.

Meðaltal himbrima á 10 km strandlengju

Kort 2: Meðaltal himbrima á 10 km strandlengju í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands 1952−2014 – Winter distribution of Gavia immer in mid-winter counts 1952−2014. Numbers indicate mean number of birds per 10 km coastline or at each inland site.

Útbreiðsla

Himbrimi er varpfugl í Norður-Ameríku, en einnig á Grænlandi og Íslandi. Auk þess koma hingað vetrar- og jafnvel fargestir frá Grænlandi (Finnur Guðmundsson 1972).

Stofn

Himbrimi er sjaldgæfur varpfugl hér á landi og hefur stofninn verið gróflega metinn 200−300 pör (Náttúrufræðistofnun Íslands 2000). Væntanlega er stofninn nú nokkuð stærri, enda eru þekktir varpstaðir og/eða óðul um 500 talsins og er varpið þéttast á Mýrum, heiðunum upp af Dölum, í Húnavatnssýslu og Borgarfirði, á Skaga, Norður-Sléttu, í grennd við Mývatn og í Veiðivötnum (sjá kort 1). Himbrimi er sennilega farfugl að einhverju leyti en hann sést allt í kringum land á vetrum (sjá kort 2).

Á haustin safnast himbrimar sums staðar í hópa, stundum tugum saman eins og á Reyðarvatni ofan Lundarreykjadals, Hlíðarvatni í Hnappadal, Þiðriksvallavatni í Steingrímsfirði og á Mývatni, þar sem þeir hópast reyndar líka á vorin. Mest er um himbrima á Þingvallavatni á haustin og hafa sést þar allt að 200 fuglar samtímis (Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002). Um nokkurt skeið frá um 1980 og fram yfir 1990 hópuðust himbrimar saman á sjónum sunnan við Hafnir á Reykjanesskaga og sáust flestir 160 fuglar í vetrarfuglatalningum Náttúru­fræðistofnunar.

Válisti

VU (í nokkurri hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
VU VU LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 9,8 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1988–2017

Íslenski himbrimastofninn er fáliðaður (<1.000 kynþroska fuglar) og flokkast því sem tegund í nokkurri hættu (VU, D1).

Viðmið IUCN: D

D. Stofn mjög lítill eða takmarkaður.
1. Stofn talinn vera minni en 1000 kynþroska einstaklingar.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Himbrimi var flokkaður sem tegund í hættu (EN).

Verndun

Himbrimi er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

Himbrima hefur fækkað á vetrarstöðvum í Evrópu og er hann þar á válista sem tegund í nokkurri hættu (VU; BirdLife International 2015). Vísitölur vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunar benda til hægfara fjölgunar hér við land undanfarna áratugi.

Um 10 varpsvæði hér eru alþjóðlega mikilvæg fyrir himbrima (sjá töflu 1) og einn viðkomustaður á haustin (Þingvallavatn; sjá töflu 2). Ekki er vitað um neinar mikilvægar vetrarstöðvar en himbrimi sést allt í kringum land á þeim árstíma (sjá kort 2).

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: Evrópa (vetrarstofn/winter) = 50 fuglar/birds; 17 pör/pairs (Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

Töflur

Tafla 1: Himbrimavarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Gavia immer in important bird areas in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (óðul)
Number (territories)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Borgarfjörður–Löngufjörur FG-V_10 B 22 2016 4,4 A4i, B1i, B2
Laxárdalsheiði VOT-V_3 B 25 2016 5,0 A4i, B1i, B2
Arnarvatnsheiði VOT-N_1 B 75 2016 15,0 A4i, B1i, B2
Víðidalstunguheiði–Blanda VOT-N_2 B 16 2016 3,2 B2
Skagi VOT-N_5 B 40 2016 8,0 A4i, B1i, B2
Mývatn–Laxá VOT-N_11 B 13 2016 2,6 B2
Melrakkaslétta  FG-N_4 B 16 2016 3,2 B2
Jökuldalsheiði VOT-A_2 B 8 2016 1,6  
Úthérað VOT-A_3 B 9 2016 1,8  
Veiðivötn1 VOT-S_2 B 19 2016 3,8 B2
Suðurlandsundirlendi VOT-S_3 B 11 2016 2,2 B2
Sogið–Þingvallavatn VOT-S_6 B 10 2016 2,0 B2
Önnur mikilvæg svæði
Other important areas
  B 15 2016 3,0  
Alls–Total     279   55,8  
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn
1Örn Óskarsson, pers. uppl./pers. com.

Tafla 2: Mikilvægur viðkomustaður himbrima á haustin – Important autumn staging area of Gavia immer in Iceland.*

Svæði
Area
Svæðisnúmer
Area code
Árstími
Season
Fjöldi (fuglar)
Number (birds)
Ár
Year
% af íslenskum stofni
% of Icelandic popul.
Alþjóðlegt mikilvægi
International importance
Sogið–Þingvallavatn VOT-S_6 P 80 2013 10,7 A4i, B1i, B2
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn

English summary

The Gavia immer population in Iceland is roughly estimated 200–300 pairs. Known breeding territories are c. 500, with 56% within IBAs, ten of which are specifically designated for this species. Furthermore, one staging area is designated IBA, holding 10% and sometimes 30% of the population.

Icelandic Red list 2018: Vulnerable (VU, D1), downlisted from EN in 2000.


Heimildir

Birdlife International 2015. European red list of birds. Luxembourg: Official publication of the European communities. http://datazone.birdlife.org/userfiles/file/Species/erlob/EuropeanRedListOfBirds_June2015.pdf [skoðað 20.10.2016].

Finnur Guðmundsson. 1972. Grit as an indicator of the overseas origin of certain birds occurring in Iceland. Ibis 114: 582.

Kjartan G. Magnússon og Páll Hersteinsson 2002. Fuglar og spendýr á vatnasviði Þingvallavatns. Í Pétur M. Jónasson og Páll Hersteinsson, ritstj. Þingvallavatn: undraheimur í mótun, bls. 97–187. Mál og Menning: Reykjavík.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2000. Válisti 2: fuglar. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |