Haförn (Haliaeetus albicilla)

Haförn, fullorðinn (Haliaeetus albicilla).

Haförn á 1. ári (Haliaeetus albicilla).
Útbreiðsla
Haförn er varpfugl á Grænlandi, í Evrópu og Asíu til Kyrrahafs. Er alger staðfugl en ungfuglar flakka innanlands.
Stofn
Haförn er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi og var stofninn metinn 74 pör árið 2016 og 80 pör árið 2018 (Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn) og verpa þau langflest við Breiðafjörð (sjá töflu).
Válisti
EN (tegund í hættu)
Ísland | Evrópuválisti | Heimsválisti |
---|---|---|
EN | LC | LC |
Forsendur flokkunar
Kynslóðalengd (IUCN): 17,5 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1965–2018
Íslenski hafarnarstofninn er lítill og einangraður en hefur vaxið samfellt um nær hálfrar aldar skeið. Hann er þó enn flokkaður sem tegund í hættu (EN, D) enda <250 kynþroska einstaklingar.
Viðmið IUCN: D
D. Stofn talinn vera minni en 250 kynþroska einstaklingar.
Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)
Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)
Eldri válistar
Válisti 2000: Haförn var flokkaður sem tegund í hættu (EN).
Verndun
Haförn er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Óheimilt er að raska varpstöðum arna eða nálgast hreiður þeirra, svo sem til myndatöku, án sérstaks leyfis.
Mikilvæg svæði
Yfir 80% arna verpa á mikilvægum fuglasvæðum, langflestir eða 63% við Breiðafjörð.
Engin/none
Töflur
Hafarnarvarp á mikilvægum fuglasvæðum á Íslandi – Breeding Haliaeetus albicilla in important bird areas in Iceland.*
Svæði Area |
Svæðisnúmer Area code |
Árstími Season |
Fjöldi (pör) Number (pör) |
Ár Year |
% af íslenskum stofni % of Icelandic popul. |
Alþjóðlegt mikilvægi International importance |
---|---|---|---|---|---|---|
Borgarfjörður–Löngufjörur | FG-V_10 | B | 10 | 2016 | 13,5 | |
Breiðafjörður | FG-V_11 | B | 47 | 2016 | 63,5 | |
Önnur mikilvæg svæði Other important areas |
B | 3 | 2016 | 4,1 | ||
Alls–Total | 60 | 81,1 | ||||
*byggt á Náttúrufræðistofnun Íslands, óbirt gögn/unpubl. data |
English summary
Haliaeetus albicilla is a rare breeding bird (74 pairs in 2016 and 80 pairs in 2018) and currently concentrated in western Iceland; 80% of the birds breed in IBAs designated for other species.
Icelandic Red list 2018: Endangered (EN, D), the same as last assessment in 2000.
Höfundur
Var efnið hjálplegt? Aftur upp
Takk fyrir!