Eldgos við Fagradalsfjall

Þrívíddarlíkön af eldgosinu við Fagradalsfjall er unnið í samvinnu við Almannavarnir, Landmælingar Íslands og Háskóla Íslands.

Hjá Náttúrufræðistofnun Íslands er starfrækt loftljósmyndastofa þar sem unnið er að jarðfræðikortlagningu með myndmælingatækni, þar sem teknar eru ljósmyndir úr lofti og myndirnar notaðar við gerð þrívíddarlíkana. Þessi aðferð hefur nýst vel við kortlagningu á gossvæðinu í Geldingadal á Reykjanesi en með þrívíddarlíkönunum má áætla rúmmál og þykkt hraunsins, hraunrennsli og margt fleira.

Þrívíddarlíkönin eru unnin af myndmælingateymi Náttúrufræðistofnunar Íslands. Myndirnar eru teknar úr flugvél og síðan unnið með þær og útbúin líkön í hugbúnaðinum Agisoft Metashape. Líkönin eru vistuð hjá Sketchfab. Eitt líkananna sem birt hafa verið er frá því áður en eldgos hófst en önnur líkön sýna stöðu mála með um það bil viku millibili.

Með þrívíddarlíkönunum er hægt að fylgjast með framvindu gossins og eru þau fyrst og fremst ætluð til fróðleiks og skemmtunar. Hægt er að hafa samband við stofnunina til að fá nákvæmari gögn.

Smellið á tvíátta ör neðst í hægra horni til að opna þrívíddarlíkönin í stærri glugga.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |