STOFNUNIN

Náttúrufræðistofnun er ríkisstofnun sem heyrir til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Aðalstarfsstöð stofnunarinnar er í Garðabæ en einnig er starfsstöð á Akureyri. Á stofnuninni starfa rúmlega 50 manns við rannsóknir og vöktun á náttúru landsins. Stofnunin varðveitir eintök um náttúru Íslands í vísindasöfnum og gagnasöfnum, sinnir ráðgjöf um verndun og nýtingu náttúrunnar og gegnir víðtæku fræðsluhlutverki.