Fuglamerkingaleyfi

Náttúrufræðistofnun Íslands ber samkvæmt lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994 að sjá um fuglamerkingar og hefur ein heimild til að láta merkja villta fugla á Íslandi.

Fuglamerkingar eru stundaðar af fuglaáhugamönnum og fuglafræðingum sem fengið hafa tilskilið merkingaleyfi. Almennt merkingaleyfi felst í því að merkingamaður fær heimild til að handsama villta fugla, setja á þá málmmerki og sleppa að merkingu lokinni. Allar aðrar merkingar eru óheimilar nema með sérstöku viðbótarleyfi. Merkingamenn taka að sér merkingar sem sjálfboðaliðar en fá jafnframt aukin réttindi til að umgangast villta fugla.

Nánari upplýsingar má fá hjá stofnunni í síma 590 0500 eða með tölvupósti í netfangið fuglamerki@ni.is.

Nánar um fuglamerkingar.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Thank you!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |