Merki

Hrafninn prýðir merki Náttúrufræðistofnunar Íslands. Er það vel við hæfi því hrafninn er íslenskur fugl með sögu sem tengd er manninum, landnámi hans á Íslandi og búsetu. Sigurborg Stefánsdóttir myndlistarkona teiknaði merkið árið 1999.

Merki Náttúrufræðistofnunar Íslands er notað við almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Notkun á merkinu er öllum heimil með eftirfarandi skilyrðum:

  • Merki Náttúrufræðistofnunar Íslands er notað á þann hátt sem það er sett fram hér á síðunni. Ekki má breyta letri, lit né taka það í sundur eða breyta uppsetningu.
  • Gæta þarf að því að merkið njóti sín og ekki má fylla upp í flötinn sem það kemur á.
  • Merki Náttúrufræðistofnunar Íslands er til í einni grunngerð, svartur hrafn á grænni þúfu og nafn stofnunarinnar með svörtu letri í hring, og skal nota það þannig.