Jón Gunnar Ottósson

Forstjóri

Jón Gunnar Ottósson

Ph.D. skordýrafræðingur

 • Ferilskrá

  Ferilskrá

  Menntun

  Ph.D. í vistfræði dýra og plantna frá Háskólanum í Exeter, Englandi 1981 (British Council styrkþegi).

  B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands 1974.

  Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1970.

  Starfsferill

  1994– Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.

  1994–1998 Oddviti Stokkseyrarhrepps.

  1992–1994 Skrifstofustjóri umhverfisskrifstofu umhverfisráðuneytisins.

  1990–1991 Deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu.

  1988–1990 Forstöðumaður Rannsóknastöðvar Skógræktar ríkisins.

  1983–1987 Í Náttúruverndarráði.

  1982–1987 Sérfræðingur við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins.

  1983–1984 Stundakennsla við líffræðiskor Háskóla Íslands.

  1981 Rannsóknir á íslenskum skordýrum sem hafa plöntur sér til viðurværis (Vísindasjóður).

  1980–1981 Stundakennsla við líffræðiskor Háskóla Íslands.

  1980–1981 Kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

  1976–1981 Doktorsnám (rannsóknir) við Háskólann í Exeter í Englandi.

  1978–1979 Kennari í líffræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.

  1974–1976 Kennari í líffræði við Menntaskólann við Hamrahlíð.

  1974–1975 Rannsóknir á fjörum og sjávarbotni í Hvalfirði við Líffræðistofnun Háskóla Íslands (hálft starf).

  1972–1974 Rannsóknir með háskólanámi við Líffræðistofnun Háskóla Íslands, meðal annars rannsóknir á fuglum vegna vegagerðar í Hvalfirði (1972–1973) og á umferð fugla við Keflavíkurflugvöll (1973–1974).

  1973 Rannsóknir á vistkerfi Þjórsárvera við Náttúrufræðistofnun Íslands (sumarstarf).

  1971–1972 Fararstjóri fyrir íslenska ferðamenn á Spáni hjá Ferðaskrifstofunni Útsýn (sumarstörf).

  Ýmis önnur störf

  2004–2014 Stjórn fastanefndar Bernarsamningsins (varaformaður 2004–2008, formaður 2008–2011 og fyrrverandi formaður 2011–2014).

  2003–  Ritstjórn Zoology of Iceland.

  1999–2003 Í verkefnisstjórn rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma

  1996–1998 Stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.

  1994–1998 Stjórn Byggðasafns Árnesinga.

  1994–1996 Stjórnarformaður fiskvinnslufyrirtækisins Fiskeyri hf.

  1991–1993 Í stjórn útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Árnes hf.

  1988–1991 Ritstjórn Scandinavian Journal for Forest Research.

  1988–1990 Ritstjórn Búvísinda.

  1985–1988 Varaformaður stjórnar RAMÝ.

  1983 Ritstjóri Ársrits Skógræktarfélags Íslands.

  Erlent samstarf

  1994– Fulltrúi Íslands í fastanefnd Bernarsamningsins og formaður sendinefndar á fundum aðildarríkja.

  1995– Fulltrúi Íslands í ýmsum sérfræðinganefndum Bernarsamningsins, meðal annars  nefnd um framandi tegundir, nefnd um líffræðilega fjölbreytni eyja í Evrópu og nefnd um net verndarsvæða í Evrópu (Emerald Network).

  1994–2000 Fulltrúi Íslands í náttúruverndarnefnd Evrópuráðsins (CoDBP), sem lögð var niður árið 2000.

  1990–1992 Fulltrúi Íslands við gerð samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni

  1993–2000 Formaður sendinefndar Íslands á aðildarríkjafundum samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

  1994–2002 Fulltrúi Íslands í vísinda- og tækninefnd samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni.

   1990–1992 Fulltrúi Íslands við gerð samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

  1992–1994 Formaður sendinefndar Íslands á aðildarríkjafundum samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

  1990–1992 Í sendinefnd Íslands á undirbúningsfundum fyrir Rio-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun og einn þriggja samningamanna Íslands á ráðstefnunni.

  1993–2013 Fulltrúi í sendinefndum Íslands á einstökum aðildarríkjafundum ýmissa annarra alþjóðasamninga er varða náttúruvernd, meðal annars CITES-samningsins um verslun með dýr og plöntur í útrýmingarhættu, Ramsar-samningsins um vernd votlendis, Alþjóða hvalveiðiráðsins, AEWA-samningsins um verndun afrísk-evrasíska sjó- og vatnafugla og Bonn-samningsins um vernd fardýra.

  1991 Fulltrúi Íslands í undirbúningi og stofnun norðurslóðasamstarfsins (meðal annars CAFF).

  2009–2013 Samninganefnd (ein af þremur undirnefndum) til undirbúnings aðildar Íslands að ESB.

  1983–2000 Í ýmsum samstarfsnefndum Norðurlanda.

  Nefndarstörf/starfshópar

  Hefur gegnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir umhverfisráðuneytið frá árinu 1990. Nefna má gerð lagafrumvarpa, meðal annars formaður nefndar sem gekk frá frumvarpi til laga um dýravernd (1991) og formaður nefndar sem gekk frá frumvarpi til laga um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur (1990–1991). Umsjón með gerð frumvarps til laga um vernd Breiðafjarðar 1994 (lög nr. 54/1995). Sat meðal annars í nefndum sem sömdu frumvörp til laga um náttúruvernd nr. 93/1996, nr. 44/1999 og 60/2013, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum nr. 64/1996 og um Náttúruminjasafn Íslands nr. 35/2007. Formaður nefndar á vegum umhverfisráðuneytisins (1990–1991)sem undirbjó áætlun um að ljúka gerð staðfræðikorta og gróðurkorta fyrir allt landið og semja tillögu til þingsályktunar um sama efni (þingsályktun 23/113).

  BioIce (1992–2016) Formaður stjórnar verkefnisins Botndýr á Íslandsmiðum (fulltrúi ráðherra), samstarfsverkefni á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

  1991–1993 Formaður tilraunaverkefnis á vegum umhverfisráðuneytisins (1991–1993) um gerð stafrænna grunn- og gróðurkorta og landfræðilegs upplýsingakerfis

  Greinar og erindi

  Hefur skrifað fjölda greina um náttúrufræðileg efni og umhverfismál í blöð og tímarit og haldið fjölmarga opinbera fyrirlestra og erinda innanlands og erlendis. Greinar vísindalegs eðlis hafa meðal annars birst í alþjóðlegum tímaritum eins og „Journal of Animal Ecology“, „Biological Journal of the Linnean Society“, „Scandinavian Journal for Forest Research“ og „Naturopa“ og íslenskum tímaritum eins og  „Búvísindi“ og „Ársriti Skógræktarfélags Íslands“.

  Ritstjóri og meðhöfundur ritsins „Iceland – national report to UNCED“ sem umhverfisráðuneytið gaf út 1992.