Fréttir


Fleiri fréttir

Smáraskjanni (Colias croceus)

Smáraskjanni hefur borist þrisvar til landsins svo kunnugt sé og eru öll eintökin varðveitt í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Smáraskjanni er augnakonfekt. Efra borð vængja er gult til rauðgult, stundum sem appelsína, með dökkbrúna til svarta jaðra, framvængir með lítinn dökkan, miðlægan díl en afturvængir sambærilegan rauðan díl. Neðraborð vængja er hins vegar algult, framvængir enn með svartan díl en rauði díll afturvængja er þar hvítur með rauðum hring umhverfis.

Lesa meira