Svartbakur - Great Black-backed Gull (Larus marinus). © Erling Ólafsson

Fréttir

Slöngumaðkar

Óvelkomnir slöngumaðkar - 22.8.2014

Í sumar fundust undarlegir maðkar þegar rótað var í safnhaug í garði í Reykjavík. Finnandi hafði ekki áður séð annað eins atferli hjá möðkum í garði sínum, afar kvikir í hreyfingum, hreinlega stukku úr lófa og voru hálir sem álar. Hér var augljóslega eitthvað nýtt á ferðinni. Maðkarnir hafa ekki verið greindir til tegundar en augljóslega er um tegund svokallaðra slöngumaðka að ræða. Þó maðkar séu þarfadýr í jarðvegi er ekki víst að það gildi um þá nýju.

Lesa meira
Rauðberjalyng (Vaccinium vitis-idaea)

Válistaplöntur heimsóttar - 20.8.2014

Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa í sumar heimsótt vaxtarstaði sjaldgæfra háplöntutegunda. Um er að ræða verkefni sem hófst á árunum 2002-2005 og felst í að staðsetja sjaldgæfar háplöntur (plöntur á válista eða friðaðar með lögum) og leggja mat á útbreiðslu þeirra og magn. Upplýsingar sem fást með verkefninu eru nauðsynlegar til að hægt sé að fylgjast með hvort útbreiðslusvæði tegundanna stækki, dragist saman eða standi í stað. Af 16 tegundunum sem heimsóttar voru í sumar voru þrjár sem fundust ekki lengur á vaxtarstöðum sínum.

Lesa meira
Gróðurkort af miðhálendi Íslands 2014

Aukið aðgengi að landupplýsingum - 11.8.2014

Landupplýsingakerfi (GIS) auðvelda greiningu og flokkun gagna sem tengd eru staðsetningu á landi eða sjó. Sífellt eykst þörfin á landupplýsingagögnum um náttúru Íslands til að nota við úrvinnslu ýmissa verkefna.   Stefna Náttúrufræðistofnunar Íslands er að auka aðgengi að landupplýsingum sem unnin eru hjá stofnuninni og í gegnum vefinn er nú hægt að hala niður fjórum gagnasettum með náttúrutengdum landupplýsingum.

Lesa meira
Frjókorn í lofti

25.8.2014

Garðabær

Birki - Frjótíma lokið
Gras - Lítil áhætta

Akureyri
Birki - Frjótíma lokið
Gras - Lítil áhætta

Útlit síðu: