Fréttir


Fleiri fréttir

Humlumítill (Parasitellus fucorum)

Humlumítill lifir í búum humla (Bombus) en ungviði hans nærist þar á rotnandi lífrænum leifum sem til falla. Þegar hann nálgast kynþroska festir hann sig við feld humlanna og fylgir þeim út úr búunum. Hann getur látið sig falla af á blómum sem humlurnar heimsækja og freistað þess að ná taki á feldi næstu humlu til að fylgja henni í annað bú. Á haustin bera nýju drottningarnar mítla með sér í vetrardvalann. Þegar þær svo stofna til nýrra búa á vori komanda taka mítlarnir sér bólfestu þar. Hér er því um sambýli að ræða, þar sem mítlarnir sjá um þrifin í búum humlanna en fá í staðinn næringu, húsaskjól og flutning.

Lesa meira