Fréttir


Fleiri fréttir

Birkirani (Strophosoma melanogrammum)

Skógar eru kjörlendi birkirana. Hann finnst bæði í villtum birkiskógum og plöntuðum barrskógum. Hann étur laufblöð og barrnálar á mörgum trjátegundum, einnig börk. Hér á landi hefur hann einkum fundist á birki (Betula pubescens) en í Skandinavíu eru grenitegundir (Picea) í mestum metum. Hann étur einnig visin laufblöð á jörðu, einkum þeir árrisulu á vorin, og jafnvel blómplöntur.

Lesa meira