Íslandsfífill (Pilosella islandica)

Mynd af Íslandsfífill (Pilosella islandica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Íslandsfífill (Pilosella islandica)
Mynd af Íslandsfífill (Pilosella islandica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Íslandsfífill (Pilosella islandica)

Útbreiðsla

Hann er algengur á láglendi um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Graslendi, bollar og brekkur (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhár fífill (20–35 sm) með áberandi hærðum stönglum og reifablöðum. Blómstrar nokkrum gulum körfum í júní–júlí.

Blað

Stöngullinn greindur allra efst, með löngum (5–7 mm), stífum, svörtum hárum. Blöðin í stofnhvirfingu, um 8 sm löng, lensulaga, nær heilrend, með löngum randhárum og örsmáum tannörðum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í körfum sem eru 2–2,5 sm í þvermál, með fagurgulum tungukrónum. Fræflar fimm, samgrónir í hólk utan um stílinn sem er klofinn í toppinn. Reifablöðin græn með svörtu miðrifi og löngum hárum, öll upprétt (Hörður Kristinsson 1998).

Afbrigði

Til er afbrigði af íslandsfífli með eldrauðum blómum sem nefnist roðafífill (Pilosella aurantiaca eða Hieracium aurantiacum). Hann hefur eitthvað verið ræktaður í görðum og slæðist auðveldlega þaðan. Því finnst hann sums staðar villtur í grennd við bæi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Líkist undafíflum. Helsta einkenni Íslandsfífils eru hin löngu, stinnu hár á stöngli og blöðum. Einnig þekkist hann á hinum þéttstæðu körfum efst á stönglinum. Auðþekktur frá skarifífli og túnfífli á blöðunum.

Útbreiðsla - Íslandsfífill (Pilosella islandica)
Útbreiðsla: Íslandsfífill (Pilosella islandica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |