Fuglar

Hér á landi hafa sést um 390 tegundir fugla af þeim um það bil 10.500 sem þekktar eru í heiminum. Skrá yfir íslenska fugla var síðast uppfærð árið 2009. Heimslisti er ekki aðgengilegur í heild sinni á vefnum en nálgast má upplýsingar um samtölur í greininni How many species of bird are there? á vef The Royal Society for the Protection of Birds (RSPB). Langflestar fuglategundir á Íslandi (um 290) eru svokallaðir flækingsfuglar en það er samheiti á þeim tegundum sem hrekjast eða villast hingað frá reglulegum heimkynnum sínum. Árvissir varpfuglar eru um 75 og reglulegir far-, sumar- og vetrargestir eru um 20. Þrjár fuglategundar eru útdauðar hér á landi; geirfugl, haftyrðill og keldusvín.

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með fuglamerkingum á Íslandi og vetrarfuglatalningum ásamt fleirum rannsóknarverkefnum.

Heiðagæs á flugi
Mynd: Daníel Bergmann

Heiðagæs á flugi

  • Heimildir

    Heimildir

    Guðmundur Páll Ólafsson 2005. Fuglar í náttúru Íslands, bls. 80–85 og 320–332. Reykjavík: Mál og menning.

    Ævar Petersen 1998. Íslenskir fuglar, bls. 27–31 og 288–289. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |