Fréttir

 • 22.12.2017

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2017

  22.12.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 12.12.2017

  Hrafnaþing: Engjakambjurt – ný tegund í flóru Íslands

  Hrafnaþing: Engjakambjurt – ný tegund í flóru Íslands

  Engjakambjurt (Melampyrum pratense) vex í Vaglaskógi

  12.12.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 13. nóvember kl. 15:15–16:00. Pawel Wąsowicz grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Melampyrum pratense – a new species in the flora of Iceland with a very long history“.

 • 29.11.2017

  Hörður Kristinsson áttræður

  Hörður Kristinsson áttræður

  Hörður Kristinsson í Surtsey 2006

  29.11.2017

  Áttræður er í dag, 29. nóvember, dr. Hörður Kristinsson grasafræðingur. Hörður er einn afkastamesti náttúrufræðingur landsins og liggja eftir hann rúmlega 150 ritsmíðar auk þess sem hann hefur safnað gögnum varðandi plöntur landsins í rúm 60 ár.

 • 24.11.2017

  Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland

  Hrafnaþing: Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland

  Tveir grjótkrabbakarlar takast á

  24.11.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. nóvember kl. 15:15–16:00. Ó. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindið „Rannsóknir á grjótkrabba við Ísland: hvað vitum við í dag?“

 • 14.11.2017

  Surtsey 54 ára í dag

  Surtsey 54 ára í dag

  Kápa bókarinnar „Life on Surtsey – Iceland´s Upstart Island“. Höfundur Loree Griffin Burns.

  14.11.2017

  Um áraraðir hefur Surtsey verið vettvangur sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands til rannsókna, jafnt á sviðum jarðfræði sem líffræði. Stofnunin gerir út árlega leiðangra til að vakta þróun eyjarinnar, landmótun og lífríki. Surtsey reis úr sæ þann 14. nóvember 1963. Hún á því afmæli í dag, 54 ára, og er þess hér minnst. 

 • 13.11.2017

  Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

  Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

  Landbrot við Dagverðargerði

  13.11.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. nóvember kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976–2014“.

 • 30.10.2017

  Hrafnaþing: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

  Hrafnaþing: Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur

  Endurgreining sumar

  30.10.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 1. nóvember kl. 15:15–16:00. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið „Loftslagsbreytingar á Íslandi, staðan og horfur“.

 • 24.10.2017

  Samantekt frjómælinga sumarið 2017

  Samantekt frjómælinga sumarið 2017

  Ilmreynir (Sorbus acuparia)

  24.10.2017

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2017. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna nálægt meðaltali en á Akureyri voru frjókorn ríflega tvöfalt fleiri en í meðalári.

 • 16.10.2017

  Hrafnaþing: Rannsóknir á æðarfuglum í Breiðafjarðareyjum

  Hrafnaþing: Rannsóknir á æðarfuglum í Breiðafjarðareyjum

  Æðarfuglamerkingar í Helgaskeri í Rifgirðingum

  16.10.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. október kl. 15:15–16:00. Jón Einar Jónsson  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi flytur erindið „Merkingar á æðarkollum í Breiðafjarðareyjum“.

 • 25.09.2017

  Tillögur um rjúpnaveiði 2017

  Tillögur um rjúpnaveiði 2017

  Ársgamall rjúpukarri

  25.09.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2017. Niðurstöðurnar voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi þann 22. september sl. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 57 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 40 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.