Fréttir
-
27.05.2022
Rjúpnatalningar 2022
Rjúpnatalningar 2022
27.05.2022
Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2022 er lokið. Eindregin uppsveifla í stofnstærð greindist í öllum landshlutum nema á austanverðu landinu.
-
23.05.2022
Líffræðileg fjölbreytni til framtíðar
Líffræðileg fjölbreytni til framtíðar
23.05.2022
Í gær, 22. maí, var alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni. Slagorð dagsins var „Að byggja upp sameiginlega framtíð fyrir allt líf.“
-
11.05.2022
Íslenskir refir í nýrri þáttaröð á Netflix
Íslenskir refir í nýrri þáttaröð á Netflix
11.05.2022
Streymisveitan Netflix hefur birt nýja þáttaröð sem ber heitið „Wild Babies“. Í einum þáttanna koma við sögu íslenskir refir á Hornströndum en Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands veitti aðstoð við kvikmyndatökuna þar.
-
26.04.2022
Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts
Náttúrufræðistofnun nýtur áframhaldandi mikils trausts
26.04.2022
Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt nýrri könnun Gallup. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 63% landsmanna.
-
26.04.2022
Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
Styrkir úr Nýsköpunarsjóði námsmanna
26.04.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið þrjá styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna, samtals rúmlega þrjár milljónir króna.
-
19.04.2022
Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021
Hrafnaþing: Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021
19.04.2022
Á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. apríl kl. 15:15–16:00 flytur Starri Heiðmarsson fléttufræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindið „Breytingar tindagróðurs í Öxnadal 2008–2021: vöktun á áhrifum loftslagsbreytinga“. Hrafnaþing verður haldið í fundarherbergi R262 á 2. hæð í rannsókna- og nýsköpunarhúsi, Borgum við Norðurslóð á Akureyri.
-
04.04.2022
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf
Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf
04.04.2022
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 6. apríl kl. 15:15–16:00. Ingibjörg Smáradóttir sérfræðingur hjá Vatnajökulsþjóðgarði kynnir helstu þætti úr meistararannsókn sinni sem fjallaði um tengslanet og samstarf í opinberri stjórnsýslu með áherslu á stjórnsýslulega stöðu og hlutverk Vatnajökulsþjóðgarðs og ber fyrirlesturinn heitið „Vatnajökulsþjóðgarður, þróun og samstarf.“
-
28.03.2022
Styrkur til rannsókna á landnámi innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands
Styrkur til rannsókna á landnámi innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands
28.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlotið 2,5 milljóna króna styrk úr Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til verkefnisins „Opna fjallvegir hlið fyrir landnám innfluttra plöntutegunda á hálendi Íslands?“. Verkefninu er stýrt af Pawel Wasowicz grasafræðingi.
-
25.03.2022
Skýrsla um útbreiðslu stafafuru í Steinadal
Skýrsla um útbreiðslu stafafuru í Steinadal
25.03.2022
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út skýrslu um rannsóknir á útbreiðslu stafafuru í Steinadal í Suðursveit. Niðurstöður sýna að stafafura getur dreift sér hratt og á skilvirkan hátt um stór svæði í kringum skógræktarsvæði og að með tímanum dregur stafafura verulega úr líffræðilegum fjölbreytileika æðplantna.
-
21.03.2022
Vísindagrein um líftölur íslenskra fálka
Vísindagrein um líftölur íslenskra fálka
21.03.2022
Nýverið kom út í vísindatímaritinu PeerJ grein eftir vistfræðingana Frédéric Barraquand og Ólaf K. Nielsen sem fjallar um líftölur íslenskra fálka, Falco rusticolus. Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er mat á lífslíkur fálka hér á landi en rannsóknirnar byggðust á merkingum og endurheimtum merktra fugla.