Fréttir

 • 20.09.2017

  Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

  Veitir válisti vernd? – Málþing um íslenska fuglaválistann

  sf-v_27-lundi_as.jpg

  20.09.2017

  Fuglavernd, Háskóli Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands boða til málþings um válista fugla á Íslandi föstudaginn 22. september. Tilefnið er nýuppfærður válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands sem verður brátt aðgengilegur á vef stofnunarinnar.

 • 19.09.2017

  Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

  Nýlegar skýrslur um stöðu lífríkis á norðurslóðum

  Kápa skýrslunnar „State of the Arctic Marine Biodiversity Report“

  19.09.2017

  Í maí síðastliðnum voru gefnar út á vegum CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna), Norðurskautsráðsins og PAME (Protection of the Arctic Marine Environments) þrjár skýrslur sem varða lífríki á norðurslóðum. Ein fjallar um líffræðilega fjölbreytni í vistkerfum sjávar á norðurslóðum, önnur um friðlýst svæði á norðurslóðum og sú þriðja er aðgerðaáætlun gegn ágengum, framandi tegundum.

 • 12.09.2017

  Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

  Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn í tilefni af degi íslenskrar náttúru

  Æðarvarp

  12.09.2017

  Föstudaginn 15. september kl. 15:15 ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að fagna degi íslenskrar náttúru með því að bjóða upp á fyrirlestur um Björn Björnsson, fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

 • 07.09.2017

  Met í fjölda grasfrjóa

  Met í fjölda grasfrjóa

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  07.09.2017

  Þann 1. september var slegið met í fjölda grasfrjóa á Akureyri. Þá mældust 460 frjó/m3 á einum sólarhring og er það hið mesta sem hefur mælst af grasfrjóum á einum degi þetta árið. Í ágúst var fjöldi frjókorna norðan heiða í rúmu meðallagi en í Garðabæ var hann heldur minni en í meðalári. Nú fer frjótíma senn að ljúka en þó má gera ráð fyrir að grasfrjóa verði vart á góðviðrisdögum í september.

 • 05.09.2017

  Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

  Jöklar á Tröllaskaga hafa rýrnað um allt að þriðjung síðustu 100 ár

  Kerlingajökull í Klaufabrekknadal á Tröllaskaga

  05.09.2017

  Frá aldamótunum 1900 hafa jöklar á Tröllaskaga minnkað umtalsvert vegna hlýnandi loftslags. Mest var rýrnunin á fyrstu áratugum 20. aldar en eftir það varð hún hægari. Gert er ráð fyrir áframhaldandi undanhaldi jöklanna á komandi árum.

 • 04.09.2017

  Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

  Fyrirlestrar um framandi og ágengar tegundir

  Ameríski minkurinn, framandi tegund á Íslandi

  04.09.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á tveimur fyrirlestrum um framandi og ágengar tegundir sem haldnir verða í húsakynnum stofnunarinnar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, þriðjudaginn 5. september kl. 15:00-16:00. Það eru erlendir samstarfsaðilar Náttúrustofu Vesturlands, þeir Jakub Skorupski og Remigiusz Panicz frá háskólanum í Szczecin í Póllandi, sem flytja erindin.

 • 31.08.2017

  Aðgerðir gegn varasömum risahvönnum

  Aðgerðir gegn varasömum risahvönnum

  Risahvönn

  31.08.2017

  Bjarnarkló og tröllakló eru meðal tegunda sem nýverið voru settar á lista Evrópusambandsins yfir ágengar, framandi tegundir sem eru líklegar til að valda skaða. Tegundir á listanum sæta ýmsum takmörkunum, meðal annars á ræktun, innflutningi, sölu og sáningu. Mikilvægt er að vinna gegn útbreiðslu tegundanna hér á landi.

 • 28.08.2017

  Hvers á birkið að gjalda?

  Hvers á birkið að gjalda?

  Birkiþéla (Fenusella nana)

  28.08.2017

  Ný meinsemd á birki hefur verið staðfest og er hún ekki til fagnaðar. Um er að ræða tegund blaðvespu sem hagar sér ámóta og birkikemban alkunna og holar innan birkilaufin. Þó er ekki um samkeppni þessara tveggja meinsemda að ræða, því þegar birkikemban hefur lokið sér af fyrrihluta sumars tekur blaðvespan við og leggur undir sig nýju laufin sem vaxa í kjölfar undangengins skaða.

 • 09.08.2017

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  Háliðagras á Akureyri

  09.08.2017

  Fjöldi frjókorna mældist mjög mikill á Akureyri í júlí en í Garðabæ var hann heldur minni en meðalári. Á báðum stöðum stendur frjótími grasa enn yfir.

 • 24.07.2017

  Leiðangur jarðfræðinga og líffræðinga í Surtsey

  Leiðangur jarðfræðinga og líffræðinga í Surtsey

  eo_img_5325-surtsey-selur.jpg

  24.07.2017

  Skordýrafræðingar fönguðu m.a. skrautlega smáflugu sem ekki hefur fundist hér á landi áður. Á flórulista eyjarinnar bættist nú grávíðir og er hann sjötugasta og fimmta háplöntutegundin sem finnst í eynni. Mikill hiti er enn í móbergssprungum í Surtsey fimmtíu árum eftir að eldgosi lauk þar. Hafrót brýtur stöðugt af eynni og sáust um það greinileg merki nú.