Fréttir

 • 07.12.2021

  Hrafnaþing: Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings

  Hrafnaþing: Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings

  Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur í Öskju sumarið 1962

  07.12.2021

  Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 8. desember kl. 15:15–16:00. Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur, flytur erindið „Mynd af manni, ævisaga Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings“. 

 • 06.12.2021

  Góð staða skarfastofna

  Góð staða skarfastofna

  Selsker við Hreggstaði 12. maí 2021

  06.12.2021

  Mat Náttúrufræðistofnunar Íslands á varpstofni dílaskarfa og toppskarfa hér á landi sýnir nánast óbreytt ástand beggja stofna milli áranna 2020 og 2021. Dregið hefur úr örri fjölgun toppskarfa sem var vart 2019 og 2020 eftir langvarandi fækkun. Skarfaveiði síðustu 25 ára hefur lengst af verið sjálfbær, samkvæmt skráningu í veiðikortakerfi enda hefur dílaskarfi fjölgað um 20 ára skeið þrátt fyrir mikla sókn.

 • 01.12.2021

  Greiningar á myglusveppum á aðventunni

  Greiningar á myglusveppum á aðventunni

  Myglusveppir á ræktunarskál

  01.12.2021

  Náttúrufræðistofnun Íslands vekur athygli á að nú þegar jólin nálgast er fyrirsjáanlegt að meirihluti innisveppasýna sem berast til greiningar í desember verður ekki greindur fyrr en á nýju ári.

 • 25.11.2021

  Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn

  Eyþór Einarsson grasafræðingur látinn

  Eyþór Einarsson við rannsóknir í Káraskeri

  25.11.2021

  Eyþór Einarsson grasafræðingur lést þriðjudaginn 24. nóvember 2021, 92 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í Reykjavík miðvikudaginn 1. desember. Eyþór starfaði alla sína starfsævi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 1999.

 • 24.11.2021

  Talningar á grágæsum

  Talningar á grágæsum

  Grágæs

  24.11.2021

  Grágæsir verða taldar hér á landi og á vetrarstöðvum á Bretlandseyjum 27.–28. nóvember 2021. Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir upplýsingum um allar gæsir sem vart verður við næstu daga og hvenær sást síðast fugla á gæsaslóðum.

 • 23.11.2021

  Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni

  Hrafnaþing: Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni

  Þrívíddarlíkan af gossvæðinu við Fagradalsfjall

  23.11.2021

  Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 24. nóvember kl. 15:15–16:00. Birgir Vilhelm Óskarsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Breytingar í Surtsey og við Fagradalsfjall rannsakaðar með þrívíddartækni“. 

 • 22.11.2021

  Holdafar rjúpna haustið 2021

  Holdafar rjúpna haustið 2021

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl, Tjörnes í maí 2021.

  22.11.2021

  Holdafar rjúpna, bæði fullorðinna fugla og ungra fugla, er mun betra en í fyrra og reyndar með því besta sem mælst hefur frá upphafi mælinga 2006. Þetta sýna mælingar á fuglum sem veiddir voru á Norðausturlandi í fyrri hluta nóvember.

 • 19.11.2021

  Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Breytingar á stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Fjara á Tjörnesi

  19.11.2021

  Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett Eydísi Líndal Finnbogadóttur, forstjóra Landmælinga Íslands tímabundið í embætti forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, til eins árs frá og með 1. janúar næstkomandi.

 • 09.11.2021

  Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd

  Hrafnaþing: Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd

  Myglusveppasýni á einangrunaræti

  09.11.2021

  Hrafnaþing verður haldið miðvikudaginn 10. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistkerfi rakra húsa á Íslandi – innimygla í nærmynd“. 

 • 03.11.2021

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar Íslands 2021

  03.11.2021

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands var haldinn dagana 19.–20. október á Hótel Laugarbakka í Miðfirði. Að þessu sinni var um að ræða vinnufund þar sem rætt var um innra starf stofnunarinnar, unnið að stefnumótun nokkurra málaflokka og rætt samstarf á milli Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa.