Starfsmenn í atvinnuátaksverkefni

01.07.2010

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í atvinnuátaki Vinnumálastofnunar og félags- og tryggingamálaráðuneytisins og hefur ráðið 10 starfsmenn til ýmissa átaksverkefna á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík.

Störfin felast m.a. í skráningu í gagnagrunna, gróðurkortagerð, þýðingum, pökkun og skráningu bókasafns. Ráðnir voru 8 námsmenn í sumarstörf og 2 atvinnuleitendur í 6 mánuði.

Starfsmenn á Akureyri, f.v. Birkir, Einar Birgir, Magnús, Elva Dögg, Oddur og Valur.