Frjómælingar í júlí

Á Akureyri var hiti í júlí yfir meðallagi síðustu 10 ára og rigningardagar voru óvenju margir. Heildarfjöldi frjókorna var 1334 frjó/m3, sem er langt yfir meðaltali. Þau voru samfellt í lofti alla daga mánaðarins en um helmingur þeirra mældist á tveimur dögum undir lok mánaðar. Grasfrjó voru langalgengust eða 1139 frjó/m3. Þar á eftir komu súrufrjó, 46 frjó/m3 en minna mældist af öðrum tegundum.

Á höfuðborgarsvæðinu var júlí hlýjasti mánuður frá upphafi mælinga og úrkoma nálægt meðalári. Heildarfjöldi frjókorna var 1034 frjó/m3 sem er nokkuð yfir meðaltali. Þau voru í lofti alla daga mánaðarins en lítið var um háar frjótölur. Langflest frjókornanna voru grasfrjó, 795 frjó/m3, súrufrjó komu þar á eftir, 43 frjó/m3, en minna mældist af öðrum tegundum.

Í ágúst má áfram gera ráð fyrir grasfrjóum í lofti ef veðurskilyrði haldast hagstæð.

Fréttatilkynning um frjómælingar í júlí 2019 (pdf)