Hrafnaþing: Er Ísland paradís fyrir fólk með frjóofnæmi?

Í fyrirlestrinum, sem fluttur verður á ensku, mun Ewa Maria kynna gögn sem safnast hafa við frjókornamælingar í Reykjavík frá árinu 1988 og á Akureyri frá 1998. Fjallað verður um helstu tegundir frjókorna sem hafa fundist í lofti hér á landi og helstu tegundir sem valda ofnæmi. Rætt verður um nokkra grunnþætti sem einkenna frjótíma helstu ofnæmisvaldandi plantna á Íslandi og muninn á frjótíma á Íslandi og á meginlandi Evrópu. 

Útdráttur úr erindinu

Vegna takmarkana í tengslum við Covid-19 verður erindið eingöngu flutt í beinni útsendingu á Teams á netinu. Það hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. 

Fyrirlesturinn á Teams