Sandstrandarvist

L7.1

Eunis-flokkun

B1.234 Icelandic sand beach perennial communities.

Sandstrandarvist
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Sandstrandarvist vestan við Ölfusárósa. Fjöruarfi, blálilja, fjörukál og melgresi mynda mjótt belti neðan við strandmelhólavist þar sem melgresi ríkir. Gróðursnið RN-03. – Sand beach perennial community in southern Iceland.

Sandstrandarvist
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi. Beltaskiptur gróður, hrímblaðka við rekarönd, ofar ríkir blálilja með strjálingi af baldursbrá, fjöruarfa, tágamuru, melgresi, túnvingli o.fl. tegundum. Gróðursnið VF- 05. – Sand beach perennial community in southern Iceland.

Lýsing

Basalt- og skeljasandsfjörur með strjálum strandgróðri sem samanstendur að mestu af seltuþolnum æðplöntutegundum. Mosar og fléttur finnast vart eða ekki. Þangreki oft mikill sem hefur áburðaráhrif á gróður. Á stöðum þar sem sjávargangur er lítill er gróður að jafnaði beltaskiptur.

Plöntur

Vistgerðin er fátæk af tegundum vegna sjávargangs og seltu, fáar en vel aðlagaðar æðplöntutegundir. Tegundir sem mest kveður að eru fjöruarfi (Honckenya peploides), melgresi (Leymus arenarius), blálilja (Mertensia maritima), hrímblaðka (Atriplex glabriuscula) og fjörukál (Cakile maritima ssp. islandica).

Jarðvegur

Sandjörð, fremur þykk, kolefnisinnihald er mjög lágt en sýrustig mjög hátt, einkum í skeljasands­fjörum.

Fuglar

Nokkurt fuglalíf, sandlóa (Charadrius hiaticula), tjaldur (Heamatopus ostralegus), kría (Sterna paradisaea), æðarfugl (Somateria mollissima).

Líkar vistgerðir

Malarstrandarvist og strandmelhólavist.

Útbreiðsla

Er algeng með sendnum sjávarströndum landsins, útbreiddust með suðurströndinni.

Verndargildi

Lágt.

Sandstrandarvist

Sandstrandarvist er allútbreidd en hún finnst í 20% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 150 km2, óvissa nokkur, óglögg skil við líkar vistgerðir. – The habitat type is fairly common in Iceland and is found within 20% of all grid squares. Its total area is estimated 150 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í sandstrandarvist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá