Frjókorn

Frjókorn myndast í frjóhnöppunum, sem eru yst á fræfli (karlæxlunarfærum jurta) og eru hliðstæða sæðisfrumu dýra. Þau berast oftast á milli plantna með vindi eða skordýrum. Berist frjókorn á fræni vex frjópípa niður í eggið, frjóvgar það og fræ eða aldin þroskast. Frjókorn sjást ekki með berum augum (þau eru aðeins 0,1– 0,01 mm að stærð). Þegar fræflar eru hristir yfir hvítu blaði má sjá gult eða rauðgult duft á blaðinu, þar er aragrúi örsmárra frjókorna á ferð.  

Frjókorn geta valdið ofnæmi meðal manna og því er magn þeirra í lofti mælt yfir sumartímann og upplýsingum miðlað jafnóðum og þær berast. Frjótölur eru gefnar upp sem meðalfjöldi frjókorna í einum rúmmetra andrúmslofts á sólarhring.

Náttúrufræðistofnun Íslands annast frjómælingar og eru frjógildrur staðsettar í Garðabæ og á Akureyri. Frjófréttir eru birtar með öðrum fréttum á vefnum.

 

Skýringarmynd af frjókornum
Mynd: Anette Th. Meier
Skýringarmynd af blómi og frjókornum

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |