Verndargildi

Skilgreining og flokkun vistgerða er hluti af alþjóðlegum skyldum Íslendinga og verndun verðmætra vistgerða lykilatriði til að tryggja líffræðilegan fjölbreytileika. Í náttúruverndaráætlun 2009–2013 er gerð tillaga um að vernda sérstaklega tvær vistgerðir á hálendi Íslands, fléttuhraunavist (áður kölluð breiskjuhraunavist) og rústamýravist.

Rústamýravist
Mynd: Borgþór Magnússon
Rústamýravist í Illaveri í Þjórsárverum

Rannsóknir

Til að unnt sé að skilgreina og flokka land í vistgerðir þurfa að liggja fyrir haldgóðar upplýsingar um ýmsa þætti náttúrunnar svo sem um gróður, jarðveg og dýralíf. Á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur náttúrufarsupplýsingum alla tíð verið skipulega safnað en vinna við vistgerðaflokkun hefur verið unnin í tveimur áföngum. Í fyrri áfanga (1999–2002) voru svæði á miðhálendi rannsökuð en í þeim síðari á láglendi (2012–2015).

Niðurstöður úr fyrra áfanga má finna í skýrslum Náttúrufræðistofnunar Íslands. Ítarlega er gert grein fyrir rannsóknaraðferðum síðari áfanga í ársskýslum stofnunarinnar fyrir árin 2012 (bls. 10–19), 2013 (bls. 20–24), og 2014 (bls. 9–16). Niðurstöður síðara áfanga liggja ekki fyrir.

Verkefnið Natura Ísland felst í skilgreiningu vistgerða.

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |